Lögsókn vegna Múmínlundar í Kjarnaskógi

Múmínálfaturninn má nú finna í Kjarnaskógi. Þó ef til vill …
Múmínálfaturninn má nú finna í Kjarnaskógi. Þó ef til vill ekki lengi þar sem rétthafar Múmínálfanna í Finnlandi hyggjast lögsækja Skógræktarfélag Akureyrar. Ljósmynd/Aðsend

Eig­end­ur höf­und­ar­rétt­ar að Múmí­nálf­un­um, hug­ar­fóstri finnsk-sænsku skáld­kon­unn­ar Tove Jans­son, hyggj­ast lög­sækja Skóg­rækt­ar­fé­lag Eyja­fjarðar á þeirri for­sendu að Múmín­lund­ur­inn í Kjarna­skógi við Ak­ur­eyri telj­ist höf­und­ar­rétt­ar­brot.

Frá þessu grein­ir DV í dag.

Seg­ir þar að haf­ist hafi verið handa við lund­inn fyrr í júní og tekið til við að út­búa Múmín­skóg og Múmín­t­urn á svæðinu. Sagði skóg­rækt­ar­fé­lagið í til­kynn­ingu um miðjan mánuðinn:

Á ein­ung­is einni viku reistu þeir Múmín­kastal­ann fyr­ir Míu sem er afar vel að verki staðið en verk­inu er þó hvergi nærri lokið, ör­ygg­is­svæði og um­gjörð öll er næsta mál á dag­skrá. Und­ir­bún­ing­ur hef­ur staðið um hríð. Starfs­fólk okk­ar, verk­tak­ar og nem­end­ur Mennta­skóla Ak­ur­eyr­ar hafa komið þar að mál­um og gam­an að sjá gamla, kræklótta síberíulerki­lund­inn á Kjarna­velli öðlast nýtt líf sem Múmín­skóg­ur, sjálf­stæð ein­ing inn­an Kjarna­skóg­ar sem hýsa mun fjöl­skyldumeðlimi Míu auk ann­ara sögu­per­sóna þess ágæta æv­in­týr­is eins og Snorks­ins og Snorks­stelp­unn­ar, Morr­ans, Hemúls­ins, Hattífatt­anna og svo fram­veg­is.

Fram­kvæmda­stjór­inn hvumsa við

Kveðst DV hafa heim­ild­ir um að finnska fyr­ir­tæk­inu Moom­in Characters Oy Ltd. hafi verið gert viðvart um fram­kvæmd­ina á Ak­ur­eyri og þær upp­lýs­ing­ar feng­ist frá starfs­manni þar að fyr­ir­tæk­inu hefði ekki verið til­kynnt um fram­kvæmd­ina.

Ræðir DV við Ingólf Jó­hanns­son, fram­kvæmda­stjóra Skóg­rækt­ar­fé­lags Ak­ur­eyr­ar, sem kvaðst undr­ast yfir að sækja þyrfti um leyfi fyr­ir fram­kvæmd á borð við Múmín­lund­inn. Vitn­ar DV í  fram­kvæmda­stjór­ann svo­felld­um orðum:

„En fyrstu viðbrögð eru að þetta eru leik­tæki sem er­lent fyr­ir­tæki fram­leiðir og sel­ur og þessi leik­tæki, sem eru CE-vottuð, eru í notk­un úti um öll Norður­lönd, þar sem fólk er að setja þetta upp. Við höf­um kannski haft í huga að gera þessu hærra und­ir höfði og aug­lýsa þetta sem Múmíng­arð. Ég hef í sjálfu sér ekki heim­ild­ir fyr­ir því að það sé lög­legt og leyfi­legt. Varðandi leik­svæðið sem slíkt þá á ég erfitt með að trúa því að þetta sé ólög­legt.“

Roleff Kråkström, for­stjóri Moom­in Characters, svaraði fyr­ir­spurn DV um málið og sagði þar um blygðun­ar­laust höf­und­ar­rétt­ar­brot að ræða og væru lög­menn fyr­ir­tæk­is­ins að und­ir­búa mál­sókn á hend­ur skóg­rækt­ar­fé­lag­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert