Meiddur hjólreiðamaður á von á sekt fyrir ölvun

Um minni háttar meiðsli var að ræða.
Um minni háttar meiðsli var að ræða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu var til­kynnt um reiðhjóla­slys í Grafar­vogi, að því er seg­ir í dag­bók lög­reglu frá klukk­an 17 í gær til 5 í morg­un. 

Um minni hátt­ar meiðsli var að ræða en ökumaður reiðhjóls­ins var und­ir áhrif­um áfeng­is.

Hann var færður á bráðamót­töku og skoðaður auk þess sem dregið var úr hon­um blóðsýni. Má hann bú­ast við sekt, að því er lög­regla grein­ir frá.

Lög­regl­an sinnti einnig út­kalli vegna lík­ams­árás­ar í Árbæn­um. Um var að ræða minni hátt­ar meiðsli en árás­armaður var far­inn af staðnum er lög­reglu bar að garði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert