Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um reiðhjólaslys í Grafarvogi, að því er segir í dagbók lögreglu frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun.
Um minni háttar meiðsli var að ræða en ökumaður reiðhjólsins var undir áhrifum áfengis.
Hann var færður á bráðamóttöku og skoðaður auk þess sem dregið var úr honum blóðsýni. Má hann búast við sekt, að því er lögregla greinir frá.
Lögreglan sinnti einnig útkalli vegna líkamsárásar í Árbænum. Um var að ræða minni háttar meiðsli en árásarmaður var farinn af staðnum er lögreglu bar að garði.