Rjúpum fjölgar talsvert

Alls sáust 2.325 karrar í rjúpnatalningum Náttúrufræðistofnunar sem fram fóru …
Alls sáust 2.325 karrar í rjúpnatalningum Náttúrufræðistofnunar sem fram fóru á 22 svæðum í vor. Ljósmynd/Pétur Alan

Ástand rjúpna­stofns­ins er nokkuð breyti­legt eft­ir lands­hlut­um. Á Vest­ur­landi og Norðaust­ur­landi hef­ur rjúp­um fjölgað tals­vert frá því í fyrra og á sum­um svæðum, svo sem á Mýr­um og í Bakkaf­irði, var fjöldi rjúpna sá mesti sem sést hef­ur frá því að rjúpna­taln­ing­ar hóf­ust. Þetta kem­ur fram á heimasíðu Nátt­úru­fræðistofn­un­ar, þar sem gerð er grein fyr­ir niður­stöðum rjúpna­taln­inga sem fram fóru í vor.

Á Vest­fjörðum og Norður­landi vestra var fjöldi rjúpna svipaður og und­an­far­in ár, en á Aust­ur­landi hef­ur rjúp­um fækkað frá því í fyrra. Á Suður­landi var fjölg­un og er stofn­inn þar við meðaltal síðustu ára.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert