„Spennt að taka til í rústunum“

Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, er staddur á …
Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, er staddur á Þingvöllum á 95 ára afmælishátíð sambandsins ásamt fjölda fólks. Ljósmynd/Ari Páll

„Við höld­um þessa 95 ára af­mæl­is­hátíð hér á Þing­völl­um sem er mjög tákn­rænt fyr­ir SUS,“ seg­ir Vikt­or Pét­ur Finns­son, formaður Sam­bands ungra sjálf­stæðismanna, í sam­tali við mbl.is. Til­efnið er 95 ára af­mæli SUS sem tel­ur hátt í 15.000 fé­laga á aldr­in­um 15 til 35 ára sem eru þau ald­urs­mörk sem fé­lagið set­ur þeim er kall­ast geta ung­ir sjálf­stæðis­menn.

Staðsetn­ing af­mæl­is­hátíðar­inn­ar má rétti­lega kall­ast tákn­ræn þar sem sam­bandið var stofnað á Þing­völl­um á Alþing­is­hátíðinni 1930 þar sem margt var um dýrðir, efnt var til ljóðasam­keppni fyr­ir hátíðina og hlutu þrjú skáld viður­kenn­ingu sér­stakr­ar dóm­nefnd­ar sem skipuð var til að velja sig­ur­veg­ar­ana – þá Jó­hann­es úr Kötl­um, Davíð Stef­áns­son frá Fagra­skógi og Ein­ar Bene­dikts­son.

Afmælishátíðin er vel sótt, en SUS var stofnað á Þingvöllum …
Af­mæl­is­hátíðin er vel sótt, en SUS var stofnað á Þing­völl­um á Alþing­is­hátíðinni 1930. Ljós­mynd/​Ari Páll

Ekki er um ljóðasam­keppni að ræða á 95 ára af­mæl­inu, en þó margt um dýrðirn­ar að sögn for­manns­ins. Ekki ómerk­ari maður en Magnús Kjart­an Eyj­ólfs­son úr Stuðlaband­inu mun ann­ast tón­list­ina og leys­ir þar með sjálf­an Davíð frá Fagra­skógi og önn­ur skáld Alþing­is­hátíðar­inn­ar af hólmi 95 árum síðar.

„Nóg af brenni­víni“

„Sam­bandið var stofnað hér á Þing­völl­um í Hvanna­gjá og við höld­um af­mælið þar,“ seg­ir Vikt­or. „Við erum hepp­in að þetta lend­ir á föstu­degi og höld­um því úti­legu hér og erum búin að tjalda. Hér er að hrann­ast inn hell­ing­ur af fólki. Við erum með Friðrik Soph­us­son sem er elsti núlif­andi formaður SUS, Guðni Th. [Jó­hann­es­son] sem er land­vörður hér kynn­ir hann inn og svo held ég sjálf­ur ávarp,“ held­ur hann áfram.

Að lokn­um ávörp­um verður svo boðið upp á pyls­ur og veig­ar, að sögn Vikt­ors sem ját­ar aðspurður að „nóg af brenni­víni“ sé á staðnum.

Geir H. Haarde, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, er staddur á …
Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi ráðherra og alþing­ismaður, er stadd­ur á Þing­völl­um. Ljós­mynd/​Ari Páll

Seg­ir hann hátt í 2.000 manns hafa skráð sig í fé­lagið við stofn­un þess árið 1930. „Í dag erum við sam­kvæmt fé­laga­fjölda næst­stærsta stjórn­mála­afl á Íslandi á eft­ir Sjálf­stæðis­flokkn­um og við höf­um ekki fundið fyr­ir meiri meðbyr lengi, al­veg sama þótt fylgi flokks­ins á landsvísu sveifl­ist eitt­hvað, fé­lög ungra sjálf­stæðismanna víðs veg­ar eru að lifna við úr dvala núna, Heimdall­ur var til dæm­is að gefa út plötu í fyrra­haust,“ seg­ir formaður­inn af starf­semi stjórn­mála­afls­ins.

Um­deild en aldrei hundsuð

„Frá byrj­un var stefnu­mál fé­lags­ins að Ísland skyldi ann­ast sín mál sjálft, það er bar­átta sem við erum enn að heyja, núna í umræðu um Evr­ópu­sam­bandið, og svo er það frelsi ein­stak­lings­ins sem við berj­umst enn fyr­ir, við erum enn að tala um að lækka skatta og svo er það bar­átta allra stétta með þjóðleg­um og víðsýn­um aug­um,“ seg­ir Vikt­or enn frem­ur.

Hann kveðst aðspurður líta stolt­ur yfir far­inn veg á 95 ára af­mæl­inu. „Við erum um­deild en aldrei hundsuð, við erum með mikla nýliðun fólks sem vill taka þátt í starf­inu og er til­búið að berj­ast og til­einka sér frelsið, vera ekki alltaf stjórnað af rík­is­vald­inu. Stefna okk­ar á enn við og þess vegna erum við stærsti flokk­ur­inn meðal ung­menna, við erum bjart­sýn á fram­haldið og spennt að taka við völd­un­um þegar þessi vinstri stjórn hef­ur sungið sitt síðasta. Við erum spennt að taka til í rúst­un­um þegar nú­ver­andi stjórn fer frá og fólk sér að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er bara málið,“ seg­ir Vikt­or sem ekki virðist skorta bjart­sýni hins unga sjálf­stæðismanns.

Samband ungra sjálfstæðismanna var stofnað í Hvannagjá þar sem hluti …
Sam­band ungra sjálf­stæðismanna var stofnað í Hvanna­gjá þar sem hluti hátíðar­inn­ar í kvöld fer fram. Ljós­mynd/​Ari Páll

Hann seg­ir eft­ir­spurn eft­ir sjón­ar­miðum ungra sjálf­stæðismanna aldrei hafa verið meiri. „Þau mál sem voru í deigl­unni þegar sam­bandið var stofnað eru enn rædd. Þess vegna held ég að við þurf­um akkúrat sterka ungliðahreyf­ingu, sterka sam­visku og sterk­an stjórn­mála­flokk til þess að kom­ast á beinu braut­ina aft­ur,“ seg­ir Vikt­or Pét­ur Finns­son, formaður Sam­bands ungra sjálf­stæðismanna, að lok­um, stadd­ur á Þing­völl­um á 95 ára af­mæli sam­bands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert