#83. - Allt í hers höndum við Austurvöll

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Það er í meira lagi raf­magnað and­rúms­loftið á Alþingi þessa sól­ar­hring­ana. Rík­is­stjórn­in er ekki að koma sín­um mik­il­væg­ustu mál­um í gegn og óvíst er hvenær þing get­ur farið í sum­ar­frí. Hver verða af­drif veiðigjalds­frum­varps­ins og margra annarra mála sem Kristrún Frosta­dótt­ir og henn­ar fólk hef­ur sagt vera for­gangs­mál stjórn­ar­inn­ar?

    Í Spurs­mál­um dags­ins er rætt við þrjá þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar og ljósi varpað á það hvernig staðan gæti þró­ast næstu sól­ar­hring­ana. En einnig verður þing­vet­ur­inn, sem teygðist inn á mitt sum­ar, hef­ur þró­ast.

    Þátt­ur­inn var sýnd­ur hér á mbl.is fyrr í dag en upp­taka af hon­um er öll­um aðgengi­leg í spil­ar­an­um hér að neðan og á Spotify og YouTu­be

    Þrír for­menn mæta á svæðið

    Guðrún Haf­steins­dótt­ir, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins mæt­ir á vett­vang ásamt Bergþóri Ólasyni, þing­flokks­for­manni Miðflokks­ins og Ingi­björgu Isak­sen sem er formaður þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins.

    Von er á líf­legri umræðu sem varpa mun skýr­ara ljósi en áður á þau hjaðninga­víg sem nú eiga sér stað í bak­her­bergj­um þing­húss­ins. Það er tím­anna tákn að þau eru ekki reyk­fyllt, en þau eru sann­ar­lega raf­mögnuð.

    Ingibjörg Isaksen, Bergþór Ólason og Guðrún Hafsteinsdóttir eru gestir Stefáns …
    Ingi­björg Isak­sen, Bergþór Ólason og Guðrún Haf­steins­dótt­ir eru gest­ir Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í Spurs­mál­um að þessu sinni. Sam­sett mynd/​mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir
    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert