This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Stefán E. Stefánsson
Það er í meira lagi rafmagnað andrúmsloftið á Alþingi þessa sólarhringana. Ríkisstjórnin er ekki að koma sínum mikilvægustu málum í gegn og óvíst er hvenær þing getur farið í sumarfrí. Hver verða afdrif veiðigjaldsfrumvarpsins og margra annarra mála sem Kristrún Frostadóttir og hennar fólk hefur sagt vera forgangsmál stjórnarinnar?
Í Spursmálum dagsins er rætt við þrjá þingmenn stjórnarandstöðunnar og ljósi varpað á það hvernig staðan gæti þróast næstu sólarhringana. En einnig verður þingveturinn, sem teygðist inn á mitt sumar, hefur þróast.
Þátturinn var sýndur hér á mbl.is fyrr í dag en upptaka af honum er öllum aðgengileg í spilaranum hér að neðan og á Spotify og YouTube.
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins mætir á vettvang ásamt Bergþóri Ólasyni, þingflokksformanni Miðflokksins og Ingibjörgu Isaksen sem er formaður þingflokks Framsóknarflokksins.
Von er á líflegri umræðu sem varpa mun skýrara ljósi en áður á þau hjaðningavíg sem nú eiga sér stað í bakherbergjum þinghússins. Það er tímanna tákn að þau eru ekki reykfyllt, en þau eru sannarlega rafmögnuð.