Þurfti aðstoð við mannauðsmál

Úttekt var framkvæmd á vinnustað ríkissáttasemjara.
Úttekt var framkvæmd á vinnustað ríkissáttasemjara. mbl.is/Hákon

Embætti rík­is­sátta­semj­ara fékk ný­verið til sín óháðan aðila til þess að fram­kvæma út­tekt á starfs­um­hverfi embætt­is­ins í heild sinni þar sem „fá­mennt embætti þurfti aðstoð við sín mannauðsmál“.

Þar að auki höfðu starfs­menn komið því á fram­færi til fé­lags­málaráðuneyt­is­ins að álag á starfs­fólk væri mikið, að því er seg­ir í skrif­legu svari fé­lags- og hús­næðismálaráðuneyt­is­ins til Morg­un­blaðsins.

Attent­us – mannauður og ráðgjöf fram­kvæmdi út­tekt­ina á þess­um fjög­urra manna vinnustað og fór hún þannig fram að tek­in voru ein­stak­lingsviðtöl hjá út­tekt­araðila. Mark­mið út­tekt­ar­inn­ar var að kanna vinnustaðamenn­ingu, sam­skipti, vinnu­um­hverfi og stjórn­un á vinnustaðnum.

Ráðuneytið grein­ir frá því í svari að „niður­stöður út­tekt­ar­inn­ar hafa nú borist ráðuneyt­inu en þær sýna meðal ann­ars fram á mikla starfs­ánægju og góðan starfs­anda hjá embætt­inu“.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert