Um karlmann á fertugsaldri að ræða

Mikill viðbúnaður var á svæðinu.
Mikill viðbúnaður var á svæðinu. Ljósmynd/Aðsend

Maður­inn sem hand­tek­inn var í aðgerðum sér­sveit­ar rík­is­lög­reglu­stjór­ans í Sand­gerði í gær­kvöldi er ís­lensk­ur rík­is­borg­ari á fer­tugs­aldri. 

Greint var frá því í gær að lög­regla hefði verið kölluð til heima­húss í bæn­um vegna manns sem sagður var bera hníf. Þrír aðrir voru í hús­inu en þá sakaði ekki.

Frá aðgerðum lögreglu.
Frá aðgerðum lög­reglu. Ljós­mynd/​Aðsend

Í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn mbl.is gat lög­regl­an á Suður­nesj­um ekki veitt frek­ari upp­lýs­ing­ar um at­b­urðarás aðgerðanna eða tengsl manns­ins sem var hand­tek­inn við hina ein­stak­ling­ana. 

Eins og sjá má á eft­ir­far­andi mynd­um var tals­verður viðbúnaður á svæðinu en fjöldi lög­reglu­bíla, auk sjúkra­bíls, voru kallaðir til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert