Vonast til að leysa mönnunarvanda með nýrri úttekt

Á síðasta skólaári þurftu 55 af 67 leikskólum borgarinnar að …
Á síðasta skólaári þurftu 55 af 67 leikskólum borgarinnar að grípa til aðgerða vegna fáliðunar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki er fyr­ir­séð hvernig Reykja­vík­ur­borg ætl­ar að mæta mönn­un á tæp­lega 2.000 nýj­um leik­skóla­pláss­um sem stefnt er á að bæta við á næstu árum.

Vinna er haf­in hjá borg­inni þar sem farið er yfir leik­skóla­kerfið í heild. Von­ir standa til að það muni hafa já­kvæð áhrif á mönn­un­ar­vand­ann og tíðni fáliðunar á leik­skól­um borg­ar­inn­ar. 

Þetta kem­ur fram í svari Hjör­dís­ar Rut­ar Sig­ur­jóns­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, við fyr­ir­spurn mbl.is. 

Tölu­vert hef­ur verið fjallað um mönn­un­ar­vanda á leik­skól­um borg­ar­inn­ar síðastliðin ár. Á síðasta skóla­ári þurftu 55 af 67 leik­skól­um borg­ar­inn­ar að grípa til aðgerða vegna fáliðunar. 

Haft áhrif á tæp­lega 70% leik­skóla­barna

Senda þurfti 3.640 börn heim á um­ræddu tíma­bili þar sem grípa þurfti til lok­un­ar, heil­an dag eða hluta úr degi, 190 daga síðasta skóla­árs. 5.500 börn eru með vist­un á leik­skól­um borg­ar­inn­ar sem þýðir að fáliðun síðasta skóla­árs hafði áhrif á tæp­lega 70% leik­skóla­barna í borg­inni. 

Greint var frá því í maí að borg­ar­ráð hefði samþykkt til­lög­ur sprett­hóps borg­ar­stjóra um aukna leik­skó­la­upp­bygg­ingu sem gætu skilað allt að 1.987 nýj­um leik­skóla­pláss­um á næstu fimm árum. Verði af þessu myndi fjöldi leik­skóla­plássa hjá borg­inni aukast um þriðjung. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert