Eiga enga sök, en bera allan skaðann

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur áhyggjur af stöðu menntunar á …
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur áhyggjur af stöðu menntunar á Íslandi, sem skeri sig úr með slakri frammistöðu. mbl/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

„Við erum slök­ust og staðan fer versn­andi, og hún versn­ar hraðar hér en víðast ann­ars staðar,“ skrif­ar Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, í dálk­in­um úr ólík­um átt­um í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins og bæt­ir við að all­an skaðann beri börn­in, sem enga eigi sök.

Þór­dís Kol­brún vitn­ar í út­tekt Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar, OECD, þar sem fjallað er um hnign­un grund­vallar­færni ís­lenskra nem­enda á síðustu tveim­ur ára­tug­um og hún stefni í hættu efna­hags­legri vel­ferð og lífs­gæðum.

Í grein­inni seg­ir hún að hér hafi verið búið til kerfi, sem skili óviðun­andi niður­stöðum og um það sé eng­um að kenna en okk­ur sjálf­um.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ómyrk í máli í grein …
Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir er ómyrk í máli í grein sinni um mennta­mál. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Ísland get­ur held­ur ekki kennt efna­hags­legri fá­tækt um þenn­an slaka ár­ang­ur. Við erum rík. Og þegar kem­ur að fjár­veit­ing­um þá er grunn­skóla­kerfið okk­ar dýr­ara í rekstri en nán­ast alls staðar ann­ars staðar,“ skrif­ar Þór­dís Kol­brún. „Hér er því um að ræða brot­lend­ingu á þeirri hug­mynda­fræði sem ráðið hef­ur för við stjórn skóla­mála á Íslandi.“

Hún seg­ir að hægt sé að benda fing­ir á stjórn­mála­menn, emb­ætt­is­menn, fagaðila og fræðimenn og kenn­ara og for­ystu þeirra.

„En hverj­ir eru það sem eiga enga sök en bera all­an skaðann?“ spyr hún. „Jú, það eru börn sem fá ekki þann und­ir­bún­ing sem þau þurfa og for­eldr­ar þeirra sem treysta skól­um lands­ins fyr­ir vits­muna­legu upp­eldi barna sinna.“

Grein Þór­dís­ar Kol­brún­ar má lesa í heild sinni í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert