Enn situr þing en „allir af vilja gerðir“

Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.

Tíma­setn­ing þingloka er enn óljós og þing­flokk­arn­ir hafa enn ekki náð sam­an um þau mál er eru þung í vöf­um í þing­inu. Meðal mála sem eru þing­inu þung er veiðigjalda­frum­varpið en einnig á eft­ir að samþykkja fjár­mála­áætl­un.

„Við erum í sam­tali og höf­um átt ágæt­is fundi síðustu daga. Það eru flók­in verk­efni hjá okk­ur en all­ir af vilja gerðir til þess að ná ein­hvers kon­ar niður­stöðu í þetta,“ seg­ir Ingi­björg Ísak­sen þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins í sam­tali við mbl.is.

Næsti þing­fund­ur hef­ur verið boðaður á mánu­dags­morg­un. „Það er eng­in niðurstaða kom­in í þing­lok­in. Hvernig við ætl­um að klára eða með hvaða hætti,“ seg­ir Ingi­björg.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert