Þurfi endalaust að berjast fyrir tilverurétti sínum

Margrét Gauja Magnúsdóttir
Margrét Gauja Magnúsdóttir Ómar Óskarsson

„Það hafa all­ir ein­hverja skoðun á því hvað við erum að gera á dag­inn. Það er al­gjör­lega verið að vega að okk­ar fag­vit­und, fagþekk­ingu, rann­sókn­um og öllu því sem er búið að vera að vinn­ast hérna, t.d. með tóm­stunda- og fé­lags­fræði inn­an Há­skóla Íslands.“

Þetta sagði Mar­grét Gauja Magnús­dótt­ir, skóla­stjóri Lýðskól­ans á Flat­eyri, sem talaði tæpitungu­laust um breyt­ing­ar á fé­lags­miðstöðvar­starfi í Ak­ur­eyr­ar­bæ á fimmtu­dag á sam­stöðufundi Sam­fés, FFF og FÍÆT í Stúd­enta­kjall­ar­an­um. 

Ak­ur­eyr­ar­bær sagði ný­lega upp öllu starfs­fólki fé­lags­miðstöðva bæj­ar­ins. Ákvörðunin hef­ur sætt gagn­rýni en verður ekki end­ur­skoðuð sam­kvæmt Krist­ínu Jó­hann­es­dótt­ur, sviðsstjóra fræðslu- og lýðsheilsu­sviðs Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar.

Ekki bara borðtenn­is

Mar­grét gagn­rýndi bæj­ar­stjórn Ak­ur­eyr­ar fyr­ir ákvörðun­ina. Hún hef­ur 30 ára reynslu af æsku­lýðsstarfi og gaf það sterk­lega til kynna að breyt­ing­arn­ar væru ekki til bóta.

Af ræðu Mar­grét­ar mátti skynja að hún teldi illa vegið að fagþekk­ingu fé­lags­miðstöðvar­starfs­fólks.

Þá talaði hún um skiln­ings­leysi á störf­um stétt­ar­inn­ar og sagði til dæm­is að ekki hefði verið langt síðan hún hafi verið spurð að því hvort fé­lags­miðstöðvar­starfs­fólk spilaði bara borðtenn­is á dag­inn.

Spurn­ing um hverj­ir mæti en ekki hversu marg­ir

„Það er ekki nóg með það að við þurf­um að vera að sanna til­veru­rétt á hverj­um ein­asta degi ligg­ur við, þá er alltaf verið að spyrja okk­ur: Hvað eru marg­ir að mæta í fé­lags­miðstöðina til ykk­ar? Ég segi þegiðu. Spurðu mig hverj­ir eru að mæta, ekki hvað mæta marg­ir,“ sagði Mar­grét ómyrk í máli.

„Það er leynt og ljóst okk­ar mark­mið að draga fram í dags­ljósið úr skugg­an­um jaðar­sett ung­menni. Og það ger­ir það eng­inn bet­ur held­ur en við. Og ég get al­veg full­yrt um það, það sýna rann­sókn­ir.“

Hún talaði einnig fyr­ir lög­vernd á starfs­heiti tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræðinga og sagðist hún sjálf hafa beitt sér fyr­ir mál­inu þegar hún var varaþingmaður fyr­ir rúm­lega ára­tug síðan.

Seg­ir skóla­stjóra fá hærri laun

Mar­grét benti í ræðu sinni á til­færslu fjár­muna frá miðlægri fé­lags­miðstöðvarein­ingu til skól­anna í bæj­ar­fé­lag­inu. Breyt­ing­in snýr að því að færa rekst­ur fé­lags­miðstöðvanna und­ir rekst­ur skól­anna.

„Það er líka tvennt sem þarna skipt­ir máli. Þarna fær skóla­stjór­inn hærri fjár­veit­ingu inn á sína kenni­tölu, inn á sinn lyk­il hjá sveit­ar­fé­lag­inu, sem hann get­ur síðan ráðstafað og hann fær hærri laun líka. Ég vil minna ykk­ur á það. Það að vera skóla­stjóri á Íslandi, þú verður held­ur ekki eitt­hvað geðveikt rík­ur á því,“ sagði Mar­grét í ræðu sinni á Stúd­enta­kjall­ar­an­um.

„Það þarf oft ekki nema einn mis­ráðandi formann ein­hvers fræðsluráðs í ein­hverju sveit­ar­fé­lagi sem tel­ur sig vita bet­ur, sem er ekki með neina fagþekk­ingu og enga reynslu og ekki neitt, kannski ein­hverja skitna MBA-gráðu, og held­ur bara að það viti bet­ur um hvað við eig­um að vera að gera í vinn­unni á dag­inn,“ sagði hún.

Ákvörðunin ekki end­ur­skoðuð

Ak­ur­eyr­ar­bær hef­ur gefið það út að ákvörðunin verði ekki end­ur­skoðuð, þrátt fyr­ir mót­bár­ur fé­lags­miðstöðva­starfs­fólks en fé­lög­in sem stóðu að sam­stöðufund­in­um, Lands­sam­tök fé­lags­miðstöðva og ung­menna­húsa á Íslandi (Sam­fés), Fé­lag fag­fólks í frí­stundaþjón­ustu á Íslandi (FFF) og Fé­lag íþrótta-, æsku­lýðs- og tóm­stunda­full­trúa á Íslandi (FÍÆT) hafa mót­mælt ákvörðun­inni og skorað á bæj­ar­yf­ir­völd að end­ur­skoða hana í virku og opnu sam­ráði við fag­fólk, börn og ung­menni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert