Una sér vel í sveitinni við listsköpun

Ágústa og Ari. Hér með eina af fjórum kisum sínum, …
Ágústa og Ari. Hér með eina af fjórum kisum sínum, Gabbý, Lady of the house, hún er elst og ræður yfir öllum. mbl.is/Kristín Heiða

Þegar við flutt­um hingað í sveit­ina fyr­ir níu árum feng­um við vinnu­stofuaðstöðu í gamla fjós­inu á Hjálms­stöðum í Laug­ar­daln­um og opnuðum þar galle­rí, en þá vor­um við stærri í minja­gripa­fram­leiðslu,“ segja þau hjón og lista­fólk Ágústa G. Malmquist og Ari Svavars­son sem búa í Útey við Laug­ar­vatn ásamt fjór­um kött­um.

„Við leigj­um þetta fal­lega hús sem er gamli bær­inn í Útey II og núna erum við búin að koma upp vinnu­stofu hér inni á heim­il­inu, við færðum svefn­her­bergið okk­ar og stof­una í önn­ur rými húss­ins, enda börn­in far­in að heim­an og nóg pláss. Við lokuðum vinnu­stof­unni í fjós­inu á Hjálms­stöðum þegar covid skall á,“ segja þau Ágústa og Ari sem bæði eru fædd og upp­al­in á Ak­ur­eyri, en þau fluttu til Reykja­vík­ur fyr­ir tæp­um þrjá­tíu árum þegar dæt­ur Ara úr fyrra hjóna­bandi fluttu með móður sinni suður.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert