Upplýsingafundur um fyrirhugaðar framkvæmdir í miðbæ Kópavogs í Fannborg og við Vallartröð verður haldinn í Safnaðarheimili Kópavogskirkju í dag.
Hægt er að fylgjast með fundinum, sem stendur yfir frá klukkan 17 til 18.30, í beinu streymi hér fyrir neðan:
„Uppbygging reitanna er hluti af framtíðarþróun miðbæjar Kópavogs með það að markmiði að svæðið styrkist sem mannlífs- og menningarmiðja sem þjónar mikilvægu hlutverki fyrir Kópavogsbúa. Deiliskipulag svæðisins tók gildi árið 2021 en drög að byggingaráformum voru staðfest í bæjarstjórn síðastliðinn maí,” segir í tilkynningu.
Á fundinum flytja erindi þau Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi, Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs, og Elvar Ingi Jóhannesson, byggingarverkfræðingur hjá Örugg. Fundarstjóri er Stefán Gunnar Thors.