Beint: Framkvæmdir í miðbæ Kópavogs

Fyrirhugaðar framkvæmdir í miðbæ Kópavogs verða ræddar á fundinum.
Fyrirhugaðar framkvæmdir í miðbæ Kópavogs verða ræddar á fundinum. mbl.is/Hjörtur

Upp­lýs­inga­fund­ur um fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir í miðbæ Kópa­vogs í Fann­borg og við Vall­ar­tröð verður hald­inn í Safnaðar­heim­ili Kópa­vogs­kirkju í dag.

Hægt er að fylgj­ast með fund­in­um, sem stend­ur yfir frá klukk­an 17 til 18.30, í beinu streymi hér fyr­ir neðan:

„Upp­bygg­ing reit­anna er hluti af framtíðarþróun miðbæj­ar Kópa­vogs með það að mark­miði að svæðið styrk­ist sem mann­lífs- og menn­ing­armiðja sem þjón­ar mik­il­vægu hlut­verki fyr­ir Kópa­vogs­búa. Deili­skipu­lag svæðis­ins tók gildi árið 2021 en drög að bygg­ingaráform­um voru staðfest í bæj­ar­stjórn síðastliðinn maí,” seg­ir í til­kynn­ingu.

Á fund­in­um flytja er­indi þau Ásdís Kristjáns­dótt­ir bæj­ar­stjóri, Auður Dagný Krist­ins­dótt­ir skipu­lags­full­trúi, Ásthild­ur Helga­dótt­ir, sviðsstjóri um­hverf­is­sviðs, og Elv­ar Ingi Jó­hann­es­son, bygg­ing­ar­verk­fræðing­ur hjá Örugg. Fund­ar­stjóri er Stefán Gunn­ar Thors.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert