Ölgerðin innkallar olíumengað Bugles

Vörunum sem aðskotaefnin komust í var dreift í verslanir um …
Vörunum sem aðskotaefnin komust í var dreift í verslanir um allt land. Samsett mynd/Ljósmyndir/Aðsendar

Ölgerðin hef­ur innkallað tvö vörumerki frá Lay's, Bug­les Nacho Cheese og Bug­les Orig­inal. Dreif­ing þeirra náði til versl­ana um land allt.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu mat­væla­eft­ir­lits Heil­brigðis­eft­ir­lits Reykja­vík­ur.

Ástæða inn­köll­un­ar­inn­ar er sú að aðskota­ol­íu­efni komust í fram­leiðslu­ferlið fyr­ir mis­tök.

Geta reynst heilsu­spill­andi í miklu magni

Inn­köll­un­in ein­skorðast við vör­ur sem hafa geymsluþolið Best fyr­ir 22.11.2025 og strika­merk­in 8710398502308 (Nacho Cheese) og 8710398502636 (Orig­inal).

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni er eðli­leg neysla var­anna full­kom­lega ör­ugg, en sé þeirra neytt í miklu magni um lang­an tíma gæti það reynst heilsu­spill­andi. 

Neyt­end­ur sem keypt hafa vör­urn­ar eru beðnir um að neyta þeirra ekki, held­ur farga þeim. Einnig geta þeir skilað þeim í versl­un­inni þar sem þær voru keypt­ar gegn fullri end­ur­greiðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert