Ölgerðin hefur innkallað tvö vörumerki frá Lay's, Bugles Nacho Cheese og Bugles Original. Dreifing þeirra náði til verslana um land allt.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu matvælaeftirlits Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Ástæða innköllunarinnar er sú að aðskotaolíuefni komust í framleiðsluferlið fyrir mistök.
Innköllunin einskorðast við vörur sem hafa geymsluþolið Best fyrir 22.11.2025 og strikamerkin 8710398502308 (Nacho Cheese) og 8710398502636 (Original).
Samkvæmt tilkynningunni er eðlileg neysla varanna fullkomlega örugg, en sé þeirra neytt í miklu magni um langan tíma gæti það reynst heilsuspillandi.
Neytendur sem keypt hafa vörurnar eru beðnir um að neyta þeirra ekki, heldur farga þeim. Einnig geta þeir skilað þeim í versluninni þar sem þær voru keyptar gegn fullri endurgreiðslu.