Rútur verða færðar frá Hallgrímskirkju

Mikil óánægja hefur verið meðal íbúa, rekstraraðila og skólayfirvalda með …
Mikil óánægja hefur verið meðal íbúa, rekstraraðila og skólayfirvalda með umferð í og við safnstæði hópbíla við Hallgrímskirkju. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rútu­stæði sem hef­ur verið við Hall­gríms­kirkju síðustu ár verður flutt niður að BSÍ. Til­laga þess efn­is var samþykkt í um­hverf­is- og skipu­lags­ráði Reykja­vík­ur í síðustu viku en nú fer í hönd verk­hönn­un og gerð útboðsgagna.

Í bók­un meiri­hluta ráðsins seg­ir að íbú­ar og rekstr­araðilar á svæðinu hafi lengi vakið at­hygli á þeirri miklu um­ferð, hættu, meng­un og ónæði sem hljót­ist af svo­kölluðu safn­stæði fyr­ir hóp­bíla við Hall­gríms­kirkju. Stæðið gegn­ir því hlut­verki að þar koma rút­ur með farþega á hót­el í ná­grenn­inu og í skoðun­ar­ferðir í Hall­gríms­kirkju auk þess sem fólk er sótt í dags­ferðir þar og því skilað til baka.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert