Silja Bára tekin við sem rektor Háskóla Íslands

Silja Bára og Jón Atli.
Silja Bára og Jón Atli. mbl.is/Karítas

Rektors­skipti í Há­skóla Íslands fóru fram klukk­an tvö í dag þar sem Silja Bára R. Ómars­dótt­ir tók við embætt­inu af Jóni Atla Bene­dikts­syni. Hann hef­ur starfað við skól­ann frá ár­inu 1991 og gegnt embætti rektors frá 2015.

Silja Bára hef­ur starfað við Há­skóla Íslands frá ár­inu 2005, fyrst sem aðjúnkt og svo sem pró­fess­or við stjórn­mála­fræðideild og var kjör­inn rektor skól­ans 27. mars síðastliðinn með 50,7% at­kvæða.

Meðal gesta við at­höfn­ina voru Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands, og eig­inmaður henn­ar Björn Skúla­son. Einnig voru Logi Ein­ars­son, menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og og há­skólaráðherra, og Daði Már Kristó­fers­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, viðstadd­ir at­höfn­ina, ásamt Guðna Th. Jó­hann­es­syni, Ólafi Ragn­ari Gríms­syni og Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur, sem öll hafa gegnt embætti for­seta Íslands. 

Hér má sjá forsetahjónin, Vigdísi Finnbogadóttur, Loga Einarsson, Jón Atla …
Hér má sjá for­seta­hjón­in, Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur, Loga Ein­ars­son, Jón Atla Bene­dikts­son, Stef­an­íu Óskars­dótt­ur og Silju Báru Ómars­dótt­ur. mbl.is/​Karítas

„Þurf­um að gæta að há­skól­inn sé allra“

Í ræðu sinni minnt­ist Silja Bára á að það þurfi sér­stak­lega að gæta þess að há­skól­inn sé allra lands­manna, ekki bara þeirra sem eiga sér hér djúp­ar ræt­ur held­ur líka þeirra sem rétt eru að skjóta rót­um.

Þrátt fyr­ir mikla fjölg­un íbúa lands­ins er fjöldi stúd­enta við HÍ nokk­urn veg­inn sá sami og hann var fyr­ir ára­tug. Hann hef­ur vissu­lega sveifl­ast mikið inn­an þess tíma en kannski er hann ekki meiri vegna þess að inn­flytj­end­um er ekki að fjölga jafn mikið í há­skóla­námi og í sam­fé­lag­inu í heild, því fólks fjölg­un er fyrst og fremst þeim að þakka,“ sagði Silja Bára.

Silja Bára Ómarsdóttir, nýr rektor Háskóla Íslands.
Silja Bára Ómars­dótt­ir, nýr rektor Há­skóla Íslands. mbl.is/​Karítas
Silja Bára og Jón Atli við rektorsskipti.
Silja Bára og Jón Atli við rektors­skipti. mbl.is/​Karítas
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert