Skemmdir unnar á tíu bílum

Um tíu bílar voru skemmdir á Seltjarnarnesi um helgina.
Um tíu bílar voru skemmdir á Seltjarnarnesi um helgina. Ljósmynd/Aðsend

Skemmd­ir voru unn­ar á fjölda bíla á Seltjarn­ar­nesi um helg­ina. Lög­reglu barst til­kynn­ing um málið að morgni laug­ar­dags en talið er að um tíu bíl­ar hafi verið skemmd­ir.

Lög­regla ósk­ar eft­ir upp­lýs­ing­um um málið en bíl­arn­ir voru á bíla­stæðum við Seltjarn­ar­nes­kirkju og á Nes­vegi, við Mýr­ar­húsa­skóla.

„Þar var á ferðinni skemmd­ar­varg­ur sem rispaði all­ar bif­reiðarn­ar með ein­hvers kon­ar áhaldi - svo mikið tjón hlaust af,“ seg­ir í til­kynn­ingu lög­reglu.

Eru þeir sem geta veitt upp­lýs­ing­ar um málið beðnir að hafa sam­band við lög­reglu í síma 444 1000, en upp­lýs­ing­um má einnig koma á fram­færi í tölvu­pósti á net­fangið gudmund­ur.pet­ur@lrh.is.

„Sér­stak­lega er óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um manna­ferðir á þess­um stað á föstu­dags­kvöld. Þau sem búa á áður­nefndu svæði eða áttu þar leið um á fyrr­nefnd­um tíma eru góðfús­lega beðin um að at­huga með mynd­efni hafi þau aðgang að slíku, m.t.t. rann­sókn­ar­inn­ar. Hér er bæði átt við hefðbundn­ar eft­ir­lits­mynda­vél­ar og eins upp­tök­ur úr bif­reiðum, en marg­ar bif­reiðar hafa nú slík­an búnað inn­an­borðs,“ seg­ir í til­kynn­ingu lög­reglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert