„Ætlar hún að treysta áfram á kerfið?“

Guðrún og Þorbjörg tókust á í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi …
Guðrún og Þorbjörg tókust á í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi fyrr í dag. Samsett mynd/mbl.is/Óttar/Eggert

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir dóms­málaráðherra tel­ur ekki þörf á sjálf­stæðri rann­sókn­ar­nefnd til að sinna rann­sókn á störf­um rétt­ar­vörslu- og eft­ir­lits­stofn­ana í kjöl­far fjár­mála­hruns­ins. Formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ir ábyrgðarleysi að láta kerfið rann­saka sig sjálft.

Þetta kom fram í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um á Alþingi í dag.

Þor­björg sendi bréf á Ólaf Þór Hauks­son héraðssak­sókn­ara þar sem óskað var eft­ir upp­lýs­ing­um um meðferð, vörslu og eyðingu gagna og upp­lýs­inga sem urðu til við sím­hlust­an­ir í tengsl­um við rann­sókn­ir embætt­is sér­staks sak­sókn­ara. Hún lét svo Alþingi þær upp­lýs­ing­ar í té.

„Þetta snýst um traust á ákæru­valdi, trú­verðug­leika stjórn­valda og grund­vallarör­yggi borg­ar­anna gagn­vart vald­beit­ingu rík­is­ins. Svör­in sem ráðherr­ann kallaði eft­ir eru ekki til þess fall­in að ljúka mál­inu. Þvert á móti staðfesta þau það sem gagn­rýnt hef­ur verið frá upp­hafi, að kerfið brást. Eft­ir­litið var ófull­nægj­andi og ábyrgðin var óljós. Ég spyr: Hvað ætl­ar hæst­virt­ur dóms­málaráðherra að gera núna? Ætlar hún að treysta áfram á kerfið eða hef­ur hún póli­tískt hug­rekki til að kalla strax eft­ir sjálf­stæðri rann­sókn?” spurði Guðrún.

Brugðist við af þeim þunga sem málið kall­ar á

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur falið lög­regl­unni á Suður­landi að rann­saka meint brot er varða um­fangs­mik­inn gagnastuld úr kerf­um sér­staks sak­sókn­ara af hálfu njósna­fyr­ir­tæk­is­ins PPP fyr­ir rúm­um ára­tug. Nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu hef­ur einnig tekið upp málið.

Þor­björg benti á að málið væri nú í form­legri skoðun á mörg­um stöðum. Sagði hún lög­regl­una vera með ákveðinn anga til skoðunar, Per­sónu­vernd ann­an, sér­stök óháð nefnd þann þriðja og Alþingi sjálft það fjórða.

„Ég tel að þessi upp­taln­ing sýni að við séum sann­ar­lega að bregðast við með þeim þunga sem málið kall­ar á.“

„Ég tel það ekki ábyrga stjórn­sýslu“

Guðrún hef­ur áður lagt til að skipa þriggja manna rann­sókn­ar­nefnd sem skuli rann­saka starf­semi þeirra rétt­ar­vörslu- og eft­ir­lits­stofn­ana sem komu að rann­sókn og málsmeðferð saka­mála í kjöl­far fjár­mála­hruns­ins árið 2008.

Guðrún sagði í svari við Þor­björgu að upp­lýs­ing­arn­ar sem nú lægju fyr­ir vekja al­var­leg­ar spurn­ing­ar um réttarör­yggi borg­ar­anna og traust á ákæru­valdi.

„Dóms­málaráðherra vissi vel hvaða ásak­an­ir lágu fyr­ir og valdi að setja málið í þann far­veg að skrifa bréf til aðila sem voru sjálf­ir þátt­tak­end­ur í því sem á að rann­saka. Ég tel það ekki ábyrga stjórn­sýslu. Ég tel það frek­ar að vera póli­tískt ábyrgðarleysi.“

Kveðst hafa virkjað sín­ar heim­ild­ir

Guðrún spurði ráðherr­ann því enn á ný um næstu skref.

„Ég spyr því aft­ur nú þegar þess­ar upp­lýs­ing­ar liggja fyr­ir: Þetta er ekki grun­ur, þetta er staðreynd, held­ur staðfest mis­ræmi í verklagi og ábyrgð. Hvað þarf meira að koma fram til að ráðherra bregðist við? Hvenær ætl­ar hún að stíga það skref sem hefði átt að stíga fyr­ir löngu og setja af stað óháða rann­sókn­ar­nefnd?“ spurði Guðrún.

Þor­björg seg­ir að hún hafi strax virkjað sín­ar eft­ir­lits- og yf­ir­stjórn­un­ar­heim­ild­ir með því að senda bréf til héraðssak­sókn­ara með sex til­greindu spurn­ing­um, sem fanga kjarna viðfangs­efn­is­ins til að rýna hvernig verklagi var háttað.

Einnig nefndi hún að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd væri starf­andi í þeim til­gangi að rýna svona mál.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert