Gæsluvarðhald yfir konu sem er grunuð um aðild að andláti föður síns í Súlunesi á Arnarnesi hefur aftur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 29. júlí, á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Greint var frá því í lok júní að rannsókn lögreglunnar á málinu væri lokið og að málið hefði verið sent til sent til ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá tekur ákærusvið ákvörðun um hvort málið verði sent til héraðssaksóknara til ákærumeðferðar.
Konan er sú eina sem hefur haft stöðu sakbornings í málinu, en hún hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 13. apríl. Hinn látni hét Hans Roland Löf. Hann var tannsmiður, fæddur árið 1945.