Hefur verið í haldi frá 13. apríl

Ljósmynd/Colourbox

Gæslu­v­arðhald yfir konu sem er grunuð um aðild að and­láti föður síns í Súlu­nesi á Arn­ar­nesi hef­ur aft­ur verið fram­lengt um fjór­ar vik­ur, eða til 29. júlí, á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu. 

Greint var frá því í lok júní að rann­sókn lög­regl­unn­ar á mál­inu væri lokið og að málið hefði verið sent til sent til ákæru­sviðs lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Þá tek­ur ákæru­svið ákvörðun um hvort málið verði sent til héraðssak­sókn­ara til ákærumeðferðar. 

Kon­an er sú eina sem hef­ur haft stöðu sak­born­ings í mál­inu, en hún hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi frá 13. apríl. Hinn látni hét Hans Roland Löf. Hann var tannsmiður, fædd­ur árið 1945.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert