Jóhanna Vigdís þakkaði fyrir samfylgdina

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir flytur hér síðustu tíufréttirnar í Ríkissjónvarpinu í …
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir flytur hér síðustu tíufréttirnar í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Ljósmynd/skjáskot

Síðasti tíu­frétta­tími Rík­is­sjón­varps­ins var send­ur út í kvöld.  

Jó­hanna Vig­dís Hjalta­dótt­ir var fréttaþulur líkt og hún hef­ur gert til fjölda ára en að frétta­flutn­ingi lokn­um þakkaði hún áhorf­end­um fyr­ir sam­fylgd­ina í gegn­um tíðina. 

Tíu­frétt­ir hafa verið á dag­skrá RÚV í yfir 25 ár en sök­um breyttr­ar frétta­neyslu lands­manna var ákveðið að fækka frétta­tím­um í dag­skrá sjón­varps­ins og leggja frek­ari áherslu á sta­f­ræna miðla.

Einnig er áformað að færa aðal kvöld­frétta­tíma sjón­varps­ins til klukk­an 20 en hann hef­ur um langt ára­bil verið á dag­skrá klukk­an 19. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert