Magnús Þór Hafsteinsson lést er báturinn sökk

mbl.is

Maður­inn sem lést þegar strand­veiðibát­ur sökk í námunda við Pat­reks­fjörð í gær hét Magnús Þór Haf­steins­son. Hann var bú­sett­ur á Akra­nesi og var 61 árs gam­all. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Vest­fjörðum.

Magnús Þór var alþing­ismaður fyr­ir Frjáls­lynda flokk­inn á ár­un­um 2003 til 2007.

„Aðstand­end­ur Magnús­ar vilja koma á fram­færi þakk­læti til allra þeirra aðila sem að mál­inu komu sem og sam­fé­lags­ins á Pat­reks­firði,” seg­ir í til­kynn­ing­unni. Þar vott­ar lög­regl­an aðstand­end­um einnig samúð sína og þakk­ar viðbragðsaðilum, sjófar­end­um og öðrum sem komu að mál­inu fyr­ir.

„Unnið er að því að ná bátn­um sem Magnús var á af sjáv­ar­botni og stefnt er að því að flytja hann til Reykja­vík­ur til frek­ari rann­sókn­ar,” seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert