Röð út að dyrum á „nördaútsölu“

Útsala hófst í Nexus í dag.
Útsala hófst í Nexus í dag. Samsett mynd

„Þetta er svona nör­da­út­sala,“ sagði einn þeirra sem var í langri röð í Glæsi­bæ í morg­un. Blaðamaður hafði skot­ist út í búð til að kaupa mjólk í nær­liggj­andi versl­un en gat ekki annað en orðið var við á annað hundrað manns sem biðu þol­in­móðir eft­ir því að versl­un­in Nex­us opnaði.

Versl­un­in átti að opna um 10 og enn var um klukku­stund í að versl­un­in opnaði. Röðin lengd­ist á hverri mín­útu.

Á annað hundrað manns voru komnir í röð um klukkustund …
Á annað hundrað manns voru komn­ir í röð um klukku­stund áður en verslu­in opnaði. mbl.is/​Viðar

Mætti klukk­an 7

Sá sem var fremst­ur í röðinni var Eg­ill Rún­ar Heiðars­son, sem hafði mætt á svæðið klukk­an 7 í morg­un. Um tíu mín­út­um síðar komu svo þau Pedro Jor­d­an og Ignacia Berazza og fengu sér sæti í tröpp­um við inn­gang versl­un­ar­inn­ar.

Ignacia er frá Síle en Pedro frá Portúgal. Þau búa á Íslandi og segj­ast koma á hverju ári á út­söl­una.

„Ég er hér til að kaupa Star Wars-hluti og mynda­sögu­bæk­ur,“ seg­ir Ignacia.

„Ég er hér til að kaupa dóta­karla, tölvu­leiki og Pókemon-spjöld. Eig­in­lega alls kon­ar nör­da­hluti,“ seg­ir Pedro.

Spurð segja þau að það komi alls ekki á óvart hve marg­ir séu komn­ir til að bíða í röðinni. „Þetta er svona á hverju ári,“ segja þau ein­um rómi.“

Egill sem er hér lengst til vinstri var mættur klukkan …
Eg­ill sem er hér lengst til vinstri var mætt­ur klukk­an 7 í morg­un. Við hlið hans eru þau Pedro og Ignacia. mbl.is/​Viðar

Alltaf gam­an að sjá hvaða bit­ar eru í boði

Skammt fyr­ir ofan þau í tröpp­un­um sat Grét­ar Mar Sig­urðsson í mestu mak­ind­um. Hafði hann

Grétar Mar beið spenntur eftir því að sjá hvaða bitar …
Grét­ar Mar beið spennt­ur eft­ir því að sjá hvaða bit­ar væru í boði. mbl.is/​Viðar

setið þar í hálfa aðra klukku­stund og kom klukk­an hálf átta í morg­un.

„Ég er á hött­un­um eft­ir ein­hverju sem teng­ist spuna­spil­um. Kannski reyna að finna ein­hverj­ar fíg­úr­ur og bæk­ur,“ seg­ir Grét­ar.

Hann seg­ist mæta reglu­lega á út­sölu hjá Nex­us. „Það er alltaf gam­an að sjá hvaða bit­ar eru í boði. Þess vegna er mik­il­vægt að mæta snemma. Ég mætti hálf átta en ég held ég hafi aldrei mætt svona snemma,“ seg­ir Grét­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert