Andlát: Magnús Þór Hafsteinsson

Magnús Þór Hafsteinsson.
Magnús Þór Hafsteinsson.

Magnús Þór Haf­stein­son fyrr­ver­andi alþing­ismaður er lát­inn. Hann lést síðastliðinn mánu­dag, 30. júní, þegar strand­veiðibát­ur hans, Orm­ur­inn langi AK-64, fórst und­ir Blakkn­um við mynni Pat­reks­fjarðar.

Magnús fædd­ist á Akra­nesi 29. maí 1964, son­ur þeirra Haf­steins Magnús­son­ar og Jó­hönnu Krist­ín­ar Guðmunds­dótt­ur. Magnús, sem var frá­skil­inn, læt­ur eft­ir sig fjór­ar dæt­ur.

Sem ung­ur maður sinnti Magnús ýms­um verka­manna­störf­um til sjós og lands. Hann lauk námi sem bú­fræðing­ur með fisk­eldi sem sér­grein frá Bænda­skól­an­um á Hól­um árið 1986. Hann fór svo síðar til Nor­egs og nam þar á há­skóla­stigi, fyrst fisk­eld­is- og rekstr­ar­fræði og seinna í fiski­fræði í Ber­gen.

Magnús sinnti fyrr á árum ýms­um rann­sókn­ar­störf­um við sjáv­ar­út­veg, bæði á Íslandi og í Nor­egi. Hann var blaðamaður hjá norska sjáv­ar­út­vegs­blaðinu Fiskar­en. Einnig fréttamaður á Rúv í sjón­varpi og út­varpi 1997-2003. Var þá meðal um­sjón­ar­manna Auðlind­ar­inn­ar, fréttaþátt­ar um sjáv­ar­út­vegs­mál.

Magnús var þingmaður Frjáls­lynda flokks­ins í Suður­kjör­dæmi á ár­un­um 2003-2007 og formaður þing­flokks lengst af þeim tíma. Á Alþingi og í þjóðmá­laum­ræðunni al­mennt lét Magnús mjög til sín taka í sjáv­ar­út­vegs­mál­um, bæði í ræðu og riti.

Á síðari árum starfaði Magnús fyr­ir Flokks fólks­ins. Enn frem­ur var hann þýðandi fjölda bóka um sögu­leg efni, svo sem síðari heims­styrj­öld­ina og af­markaða þætti henn­ar. Einnig má til­taka þýðing­ar hans á bók­um breska sagn­fræðings­ins Max Hastings. Fyrst var það bók­in Vít­islog­ar, sem fjall­ar um síðari heims­styrj­öld­ina, þá Kór­eu­stríðið 1950-1953 og loks Kúbu­deil­an 1962.

Ný­lega kom svo út á veg­um Uglu út­gáfu í þýðingu Magnús­ar bók­in Líf á jörðinni okk­ar – vitn­is­b­urður minn og framtíðarsýn, eft­ir breska sjón­varps­mann­inn Dav­id Atten­borough.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert