Árnasafn í Danmörku enn lokað af völdum myglu

Stofnunin verður að öllum líkindum lokuð fram á haust.
Stofnunin verður að öllum líkindum lokuð fram á haust. mbl.is/Árni Sæberg

Árna­safn í Kaup­manna­höfn er enn lokað vegna myglu.

Hand­rit Árna Magnús­son­ar hafa ekki kom­ist í tæri við mygl­una, en myglufar­ald­ur á syðra svæði há­skól­ans í Kaup­manna­höfn veld­ur því að marg­ar bygg­ing­ar og stofn­an­ir inn­an skól­ans verða lokaðar fram á haust.

Viðgerðir fram í haust

„Viðgerðir vegna myglu munu standa yfir í sum­ar­frí­inu og fram að hausti,“ seg­ir í skrif­legu svari Anne Mette Han­sen, for­stöðumanns safns­ins, við fyr­ir­spurn mbl.is. 

„Því stend­ur tíma­bund­in lok­un stofn­un­ar­inn­ar enn yfir,“ seg­ir hún.

Hand­rita­safnið hafi ekki orðið fyr­ir barðinu á mygl­unni, enda staðsett í eins kon­ar hvelf­ingu inn­an bygg­ing­ar­inn­ar.

Um helmingur handritasafns Árna Magnússonar er staðsettur í byggingu Árnasafns …
Um helm­ing­ur hand­rita­safns Árna Magnús­son­ar er staðsett­ur í bygg­ingu Árna­safns við Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla. Ljós­mynd/​Hanna Andrés­dótt­ir

Hand­rit­anna vel gætt

Um helm­ing­ur hand­rita­safns Árna Magnús­son­ar er í vörslu Árna­safns við Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla, en mygla hef­ur verið á suður­svæði skól­ans síðan á síðasta ári.

Han­sen seg­ir hand­rit­in und­ir strangri ör­ygg­is­gæslu og að starfsmaður stofn­un­ar­inn­ar líti til með þeim á hverj­um degi.

Í til­kynn­ingu á heimasíðu Árna­safns í Kaup­manna­höfn seg­ir að vegna lok­un­ar­inn­ar sé hvorki hægt að panta mynd­ir af hand­rit­un­um né fara með þau í les­stofu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert