„Enginn veit hvenær hann „snappar“ næst“

Ingunn neytti ýmissa ráða til að takast á við áfallið …
Ingunn neytti ýmissa ráða til að takast á við áfallið og kveður gálgahúmorinn hafa verið góðan til að styðjast við, sjá megi léttar hliðar á öllum málum. Myriam Marti Guðmundsdóttir, íslenskur ljósmyndari í Noregi, bauð Ingunni í myndatöku til að festa áverka hennar á filmu, Ingunn gerði við fötin sem hún var í þegar ráðist var á hana og notar þau og hefur auk þess ferðast til vafasamra áfangastaða til að kanna hvað hún þoli. Ljósmynd/Myriam Marti

„Núna gekk allt út á að reyna að sýna fram á að það að Mia blandaði sér í þetta hefði bara verið verra fyr­ir mig. Það hefði valdið því að ég skaðaðist meira en ella hefði verið.“

Þetta seg­ir Ing­unn Björns­dótt­ir, dós­ent í lyfja­fræði við Há­skól­ann í Ósló, sem hlaut al­var­leg sár þegar nem­andi henn­ar, Ei­vind Jakob Haug, þá 23 ára gam­all, stakk hana ít­rekað með eggvopni á skrif­stofu henn­ar 24. ág­úst 2023. Eins og mbl.is greindi frá ný­lega er dóm­ur nú fall­inn á norska milli­dóm­stig­inu lög­manns­rétti, en það var Lög­manns­rétt­ur Borg­arþings í Ósló sem kvað hann upp.

Staðfesti lög­manns­rétt­ur dóm Héraðsdóms Ósló­ar frá 11. sept­em­ber í fyrra, sjö og hálfs árs dóm með því réttar­úr­ræði sem á norsku kall­ast „for­var­ing“ og tákn­ar bók­staf­lega varðveisla á ís­lensku, en með því úrræði er mögu­legt að fram­lengja afplán­un saka­manns í fimm ára þrep­um án þess að ný ákæra sé gef­in út, telj­ist lík­legt að mati geðfróðra manna að hætta sé á að hinn brot­legi brjóti af sér á ný gangi hann laus.

Bjargaði lífi sam­kenn­ara síns

Er með þeim hætti mögu­legt að halda hættu­leg­ustu af­brota­mönn­um, sem ekki eiga sér viðreisn­ar von, bak við lás og slá til æviloka þótt enn hafi for­var­ing-dóm­ur í Nor­egi aldrei verið fram­lengd­ur uns dauðans óvissi tími renn­ur upp. Er það þó hald margra að fjölda­morðing­inn And­ers Behring Brei­vik verði fyrst­ur norskra saka­manna til að fá dóm sinn fram­lengd­an til dauðadags.

Mia sú, sem Ing­unn nefn­ir, er Mia Cat­har­ina Ni­kolaisen Heim­dal, lektor við skól­ann, sem bjargaði lífi sam­kenn­ara síns með því að grípa inn í ásamt fleir­um er Haug réðst til at­lögu ág­úst­dag­inn ör­laga­ríka fyr­ir tæp­um tveim­ur árum. Reyndi hann að stytta Ing­unni ald­ur með því að skera hana í háls­inn og stinga hana ít­rekað með eggvopni.

Hlaut hún þriggja til fjög­urra senti­metra lang­an skurð á háls­inn framan­verðan, stungusár á vinstri hlið lík­am­ans sem náði inn í kviðar­hol, tvö stungusár á brjóst, eitt á vinstri síðu, níu á vinstri hand­legg og tvö skurðsár á hægri fót­legg.

Trufl­andi hátt­semi við rétt­ar­höld­in

„Mér fannst ekki heil brú í því sem hann sagði,“ seg­ir Ing­unn og á þar við framb­urð ákærða fyr­ir lög­manns­rétti, „hann treysti auk þess verj­anda sín­um greini­lega ekki vel, því í bæði skipt­in [fyr­ir héraðsdómi og lög­manns­rétti] vildi hann halda sína loka­tölu og í bæði skipt­in gerði það bara illt verra fyr­ir hann,“ held­ur hún áfram.

Þá seg­ir hún Haug hafa viðhaft trufl­andi hátt­semi við rétt­ar­höld­in. Hafi hann kinkað kolli eða hrist höfuðið við ýmis tæki­færi auk þess að rétta upp hönd er hann kaus að fá að leggja orð í belg sem dóm­ari leyfði vita­skuld ekki.

„Þetta gerði hann bæði þegar Mia var að tala og ég, meira þó þegar Mia var að tala, en fyr­ir héraðsdómi var það öf­ugt. Eitt skiptið núna fyr­ir lög­manns­rétti þegar hann rétti upp hönd tók verj­and­inn bara í hönd­ina á hon­um og dró hana niður. „Þetta var allt rosa­lega furðulegt og lög­menn­irn­ir og sér­fræðing­arn­ir – geðlækn­ir­inn og sál­fræðing­ur­inn – sögðust aldrei hafa séð neitt þessu líkt,“ seg­ir Ing­unn frá.

Vissi að hann var „dá­lít­ill þver­haus“

Aðspurð kveðst hún hafa verið ánægð með frammistöðu rétt­ar­gæslu­manns brotaþola máls­ins, Hege Salomon, sem raun­ar er einn helsti sér­fræðing­ur Nor­egs í mál­efn­um brotaþola, „svo við feng­um mjög góðan rétt­ar­gæslu­mann“, seg­ir Ing­unn.

Mál­flutn­ing­ur­inn fyr­ir lög­manns­rétti tók rúm­an dag, einn dag og eina og hálfa klukku­stund seg­ir Ing­unn, en aðalmeðferð héraðsdóms náði yfir fjóra daga.

„Ástæðan fyr­ir því að Mia var með á þess­um fundi var í raun að ég hafði verið próf­dóm­ari í Nam­sos [bær í Þrænda­lög­um] dag­inn áður og hún hafði þá borið ábyrgð á próf­inu í Ósló. M [sam­starfs­kona sem ekki er nafn­greind hér] kom inn vegna þess að bæði í fyrra skiptið sem hann [Haug] féll og það seinna hafði ég beðið hana að banka hjá mér vegna þess að ég vissi að hann var dá­lít­ill þver­haus og það gæti orðið erfitt að koma hon­um út,“ rifjar dós­ent­inn upp.

Get­urðu tjáð þig eitt­hvað um per­sónu­leika árás­ar­manns­ins, nem­anda þíns?

„Ég get í sjálfu sér vitnað í grein­ing­ar sem hann hef­ur fengið,“ svar­ar Ing­unn um hæl, sem þó hafði verið búin að kom­ast að því af eig­in ramm­leik, eft­ir að hafa kennt Haug, að hann gæti verið „dá­lít­ill þver­haus“ eins og hún seg­ir hér að ofan.

„Þeir eru nokkr­ir bún­ir að greina hann með væga ein­hverfu og rétt­ar­geðlækn­ir­inn sagði að hann væri með per­sónu­leikarösk­un og það er þessi sam­setn­ing, ein­hverfa og per­sónu­leikarösk­un, sem veld­ur því að hann læs­ir sig fast­an á ein­hverj­ar rang­hug­mynd­ir. Hann telst ekki vera með geðsjúk­dóm og því telst hann sak­hæf­ur. En af því að hann varð svona band­vit­laus út af til­tölu­lega litlu mót­læti er hann tal­inn sam­fé­lag­inu hættu­leg­ur. Eng­inn veit hvenær hann „snapp­ar“ næst eða út af hverju,“ seg­ir Ing­unn og er spurð hvort hún muni sér­stak­lega eft­ir Haug sem áber­andi í kennsl­unni.

Flyt­ur til Íslands vegna máls­ins

„Nei,“ svar­ar hún ákveðið, „hann var ekki áber­andi. Ástæðan fyr­ir því að ég man ágæt­lega eft­ir hon­um er að ann­ar nemi, sem var í sama apó­teki og hann, vildi skipta um apó­tek eft­ir mánuð og fékk það. Þá at­hugaði ég hvort þeir gætu báðir skipt um apó­tek því það var svo lítið að gera í þessu til­tekna apó­teki að það var ekki nóg fyr­ir tvo nema og varla nóg fyr­ir einn ætti hann að ná ein­hvers kon­ar magnþjálf­un,“ held­ur Ing­unn áfram.

„Tímabilið eftir þetta fór ég í gegnum það sem er …
„Tíma­bilið eft­ir þetta fór ég í gegn­um það sem er víst kallað „brúðkaups­ferðarfasinn“. Þá var ég ofboðslega lukku­leg með að hafa lifað af,“ seg­ir Ing­unn af bata­göngu sinni. Ljós­mynd/​Myriam Marti

Komið er að vatna­skil­um í lífi henn­ar þar sem hún treyst­ir sér ekki til að gegna dós­ents­stöðu sinni áfram eft­ir áfallið. „Núna er verið að vinna að starfs­loka­samn­ingi fyr­ir mig. Mér líður ekki sér­stak­lega vel í Ósló eft­ir þetta, ég er alltaf ein­hvern veg­inn aðeins á varðbergi og það fer ekk­ert voðal­ega vel með heils­una,“ seg­ir hún frá eft­ir að hafa gegnt stöðunni frá því í októ­ber 2013. „Ég flutti til Nor­egs til að taka við þess­ari stöðu,“ seg­ir Ing­unn sem starfaði hjá embætti land­lækn­is áður en hún hleypti heimdrag­an­um og flutti til Nor­egs.

Fram und­an hjá Ing­unni eru flutn­ing­ar til Íslands í sum­ar eða haust, en lífs­reynsl­an í ág­úst 2023 hafði annað kennslu­starf í för með sér sem ger­ir Ing­unni kleift að hjálpa öðrum og styðja þá. Hún tók að kenna á svo­kölluðum PLI­VO-nám­skeiðum, upp­haf­lega sam­starfs­verk­efni lög­reglu, slökkviliðis, björg­un­ar­sveita og heil­brigðis­kerf­is.

Ræðir reynslu sína á ráðstefn­um

PLI­VO var komið á fót eft­ir hryðju­verka­árás Brei­viks sum­arið 2011 og stend­ur fyr­ir „pågående livstru­ende vold“, eða yf­ir­stand­andi lífs­hættu­leg of­beld­is­beit­ing, og kenn­ir al­menn­ingi, svo sem fólki á vinnu­stöðum, að bregðast við skyndi­leg­um árás­um sem setja dag­legt líf úr skorðum og geta kostað manns­líf. Sem bet­ur fer var það ekki til­fellið í Ósló­ar­há­skóla í ág­úst 2023, en ljóst að þar hefði mun verr getað farið.

Nám­skeiðin sem Ing­unn hef­ur komið að eru á veg­um há­skól­ans og þeim stjórn­ar Kenn­eth nokk­ur Niel­sen. Seg­ir Ing­unn brögð að því að aðrir há­skól­ar panti nám­skeiðin sem Niel­sen held­ur úti.

„Þetta geng­ur bara út á að segja frá því sem gerðist og aðrir há­skól­ar geta pantað nám­skeið ef þeir vilja,“ seg­ir dós­ent­inn sem einnig mun flytja er­indi um at­b­urðinn á ráðstefnu í sept­em­ber á veg­um há­skóla­sam­tak­anna Nordic Associati­on of Uni­versity Adm­in­istrators auk þess sem hún flutti er­indi á ráðstefn­unni Sikresi­den í mars í fyrra.

„Fólki þykir auðveld­ara að fá svona raun­dæmi, þá get­ur það hugsað með sér „fyrst þetta kom fyr­ir hana get­ur þetta komið fyr­ir mig“ og þá er kannski auðveld­ara að setja sig í þessi spor,“ held­ur hún áfram.

Áfrýjaði til Hæsta­rétt­ar

Hún seg­ir árás­ar­mann­inn Haug hugsa á öðrum nót­um en fólk flest, en þess má geta að Haug og verj­andi hans áfrýjuðu mál­inu til Hæsta­rétt­ar ör­skömmu áður en áfrýj­un­ar­frest­ur rann skeið sitt á enda. Tek­ur áfrýj­un þeirra þó ein­ung­is til þess þátt­ar er snýr að réttar­úr­ræðinu varðveislu, eða for­var­ing, sem ít­ar­lega er út­skýrt í upp­hafi viðtals­ins.

Frá þessu greindi norski vef­miðill­inn Khrono í fyrra­dag eft­ir að hafa sett sig í sam­band við Pet­ar Sek­ulic verj­anda dóm­fellda. Mál­inu er því ekki lokið í norsku refsi­vörslu­kerfi enn sem komið er, þótt töl­fræðin styðji ekki að Hæstirétt­ur taki að sér dómsmeðferð mála sem lög­manns­rétt­ur hef­ur staðfest úr héraði. Sakamaður og verj­andi hyggj­ast sem sagt freista þess að fá dóm­um héraðsdóms og lög­manns­rétt­ar snúið yfir í hefðbundna fang­els­is­refs­ingu sem tákn­ar að sá mögu­leiki að Haug afpláni lengri tíma en sjö og hálft ár yrði úr sög­unni.

„Hann sagði við rétt­ar­höld­in að nú væri ekki aðal­málið að fá for­var­ing-dóm­in­um hnekkt held­ur væri það að leiðrétta sumt sem héraðsdóm­ur hefði mis­skilið. Hann er alltaf á því að hann einn skilji hlut­ina, en eng­inn ann­ar skilji þá,“ seg­ir Ing­unn af þess­um fyrr­ver­andi nem­anda sín­um sem fræðilega séð gæti setið í fang­elsi til æviloka í skjóli réttar­úr­ræðis­ins for­var­ing í norska refsi­vörslu­kerf­inu.

Ingunn flyst búferlum í haust, hún hyggst halda að fósturjarðar …
Ing­unn flyst bú­ferl­um í haust, hún hyggst halda að fóst­ur­jarðar strönd og hlíðum, til Íslands, eft­ir að hafa verið bú­sett í Nor­egi í rúm­an ára­tug. Henni líður ekki vel á götu í Ósló eft­ir at­vikið í ág­úst 2023, er sí­fellt á varðbergi sem er óþægi­legt ástand til lengd­ar. Ljós­mynd/​Myriam Marti

Náði prófi í fjórðu til­raun

Brást maður­inn sem sagt svona ókvæða við þegar hann féll á þessu prófi, var það eina ástæðan?

„Já,“ svar­ar Ing­unn, „og þar með var ég bara hræðileg mann­eskja og al­veg óhæf í mínu starfi,“ seg­ir hún enn frem­ur og kveður Haug hafa verið kom­inn á nokkra ref­il­stigu í lyfja­fræðinám­inu þegar hann féll á próf­inu hjá henni.

„Sum­arið 2022 var hann bú­inn að full­nýta sín tæki­færi í öðru nám­skeiði þar sem hann var bú­inn að falla þris­var. Þá var hon­um hent út úr nám­inu, en sæk­ir um und­anþágu, fær hana og nær próf­inu í fjórðu til­raun,“ held­ur hún áfram og kveðst hafa viss­ar áhyggj­ur af skól­an­um, sín­um brátt fyrr­ver­andi vinnustað.

„Per­sónu­leikatrufl­an­ir og ein­hverfa er ekki eitt­hvað sem fell­ur ofan í höfuðið á 23 ára göml­um dreng og það veld­ur mér áhyggj­um af því að menn hafi ekki verið nægi­lega vak­andi fyr­ir vís­bend­ing­um um að hann myndi lík­lega ekki plumma sig í þessu námi. Mér finnst hann hafa fengið dá­lítið góða þjón­ustu,“ lýs­ir Ing­unn og við kom­um að loka­spurn­ingu.

Hvernig líður þér eft­ir þetta allt sam­an? Þetta er tölu­verð reynsla að fara í gegn­um og af­leiðing­arn­ar mikl­ar, þú læt­ur af störf­um og flyt­ur til Íslands.

Ing­unn sam­sinn­ir hug­leiðing­um blaðamanns. „Já já, tíma­bilið eft­ir þetta fór ég í gegn­um það sem er víst kallað „brúðkaups­ferðarfasinn“. Þá var ég ofboðslega lukku­leg með að hafa lifað af. Á meðan ég lá á sjúkra­húsi og gat mér litla björg veitt var ég í ein­hverri lukk­urús yfir að hafa lifað af,“ seg­ir hún frá.

Brotaþoli – ekki fórn­ar­lamb

„Síðan hef­ur þetta verið svona upp og niður, en frá degi til dags er ég í þokka­lega góðu standi,“ held­ur hún áfram og kveðst ótrú­lega vel gró­in sára sinna eft­ir að hafa hlotið 21 áverka. „Hægri fót­ur­inn á mér virk­ar kannski ekki al­veg eins og hann á að gera, en ég get samt gengið mikl­ar vega­lengd­ir. Ég hef lagt mikla áherslu á að ná til baka því sem var tekið af mér.

Ég næ nátt­úru­lega ekki vinn­unni til baka. Það er hvorki klókt hvað mig varðar né framtíðarnem­end­ur að hafa mann­eskju með minn bak­grunn í þessu starfi,“ seg­ir Ing­unn og kveður það ótrú­legt að ráðist hafi verið á hana inni á eig­in skrif­stofu sem flest­ir telji til­tölu­lega ör­ugg­an stað.

Hún hef­ur unnið mikið í sjálfri sér eft­ir það sem gerðist og legg­ur áherslu á að hún sé brotaþoli, ekki fórn­ar­lamb. Sú hug­taka­notk­un sé henni mik­il­væg.

„Ég gerði við föt­in sem ég var í og hef auk þess gert í því að ferðast til staða sem hafa orð á sér fyr­ir að vera dá­lítið hæpn­ir – svona til þess að sjá hvað ég þoli,“ seg­ir viðmæl­and­inn og kveður þetta hafa gengið allt að ósk­um.

Í áfallameðferð hjá ynd­is­legri konu

„Mér fannst ég ekki eiga neitt val og ef ég ætlaði að eiga nokk­urn veg­inn ótruflað líf af þessu þá yrði ég að vinna í því og það er það sem ég er að gera,“ seg­ir Ing­unn ákveðin. „Ég er í áfallameðferð hjá ynd­is­legri konu á Íslandi og ég get ekki kvartað yfir Ul­levål-spít­al­an­um, lækn­ar þar saumuðu mig mjög vel sam­an svo ég er ekki einu sinni með mjög mik­il ör,“ seg­ir hún frá og deil­ir sér­stöku ljós­mynda­verk­efni með blaðamanni.

„Hún Myriam Marti [Guðmunds­dótt­ir ljós­mynd­ari] bauð mér að koma í mynda­töku, hana langaði að mynda örin, og út úr því komu nokkuð skemmti­leg­ar mynd­ir þótt það sé ekk­ert skemmti­legt við þetta, en gálga­húm­or­inn fleyt­ir manni langt og auðvitað eru alltaf létt­ar hliðar á öll­um mál­um.

Ég er þolandi árás­ar, ekki fórn­ar­lamb. Ef þú ferð í fórn­ar­lambs­gír­inn þá eru lífs­gæðin svo­lítið far­inn. Ég er ekki einu sinni reið við strák­inn, en ég hef inn á milli orðið reið við vinnustaðinn minn,“ seg­ir Ing­unn Björns­dótt­ir, frá­far­andi dós­ent í lyfja­fræði við Há­skól­ann í Ósló, við lok frá­sagn­ar af at­b­urðum síðsum­ars 2023 sem víst er að fáir gengju tein­rétt­ir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert