Fundað á Alþingi langt fram á nótt

Þingfundi var slitið klukkan hálf fimm í morgun.
Þingfundi var slitið klukkan hálf fimm í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þing­fundi sem hófst á Alþingi klukk­an 10 í gær­morg­un lauk ekki fyrr en klukk­an hálf fimm í morg­un.

Fundi þing­flokks­formanna um þinglok lauk án ár­ang­urs skömmu eft­ir klukk­an 23 í gær­kvöld og hóf­ust ræðuhöld í þingsal á ný þar sem þing­menn Sjálf­stæðis­flokks, Miðflokks og Fram­sókn­ar héldu áfram ann­arri umræðu um veiðigjalda­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Ráðherr­ar sáust á vappi í þing­hús­inu og fjár­málaráðherra hitti þing­flokks­for­menn, en það virðist ekki hafa hrokkið til. Hljóðið í þing­mönn­um sem Morg­un­blaðið innti frétta hjá var ekki mjög uppörv­andi. ­Flest­ir telja að það strandi helst á veiðigjalda­mál­inu.

Þing­fund­ur hefst klukk­an 10

Þing­fund­ur hest að nýju klukk­an 10. Minnst verður lát­ins fyrr­ver­andi alþing­is­manns, Magnús­ar Þórs Haf­steins­son­ar, áður en haldið verður áfram ann­arri umræðu um veiðigjalda­frum­varpið þar sem sjö þing­menn eru á mæl­enda­skrá, Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son, Jón Pét­ur Zimsen, Jens Garðar Helga­son, Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, Þorgrím­ur Sig­munds­son og Ingi­björg Davíðsdótt­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert