Grafarvogsbúar hafa haft samband við lögfræðinga

Svæðið er skilgreint útisvæði á deiliskipulagi en borgin hefur í …
Svæðið er skilgreint útisvæði á deiliskipulagi en borgin hefur í hyggju að byggja þar íbúðir og þétta byggð í Grafarvogi svo um munar. Ljósmynd/Aðsend

Íbúar í Grafar­vogi hafa tekið fyrsta skrefið í hóp­mál­sókn gegn Reykja­vík­ur­borg. Leitað hef­ur verið til lög­fræðinga sem vinna nú að mál­inu en það varðar mót­mæli íbúa gegn þétt­ingaráform­um á svæðinu. Borg­in hef­ur í hyggju að byggja 50-100 íbúðir án þess að gera ráð fyr­ir bíla­stæðum.

Þetta er meðal þess sem Sigrún Ásta Ein­ars­dótt­ir, íbúi í Graf­ar­vogi, seg­ir í sam­tali við mbl.is. Ekki sé þó tíma­bært að veita frek­ari upp­lýs­ing­ar um stöðu máls­ins.

„En við erum búin að hitta stóra lög­fræðistofu, mjög virta lög­fræðistofu.“

„Eyðilegg­ing­ar­starf­semi“ á lung­um íbúa hverf­is­ins

Í Skipu­lags­gátt Reykja­vík­ur er að finna breyt­ing­ar­til­lögu við deili­skipu­lag borg­ar­inn­ar til árs­ins 2040 þar sem lagt er til að upp­bygg­ing íbúðar­hús­næðis verði á „vannýtt­um svæðum“ inn­an gró­inna hverfa.

Þessu hafa íbú­ar í Grafar­vogi mót­mælt af krafti og þegar at­huga­semda­frest­ur um til­lög­una rann út í skipu­lags­gátt­inni þann 15. maí höfðu um 1.300 manns skilað inn at­huga­semd. Þá hafa ein­hverj­ir íbú­ar lýst áformun­um sem „eyðilegg­ing­ar­starf­semi“ og aðrir sagt hin vannýttu svæði vera lungu íbúa hverf­is­ins.

Nú síðast neitaði borg­in að slá úti­svæði í Grafar­vogi sem hef­ur að alltaf verið slegið á sumr­in og er mikið notað und­ir hina ýmsu afþrey­ingu Svo fór að íbú­ar tóku til hend­inni og slógu grasið sjálf­ir í gær­kvöldi.

„Er borgin í þvermóðsku að láta þetta svæði fara í …
„Er borg­in í þvermóðsku að láta þetta svæði fara í órækt til að sýna fram á að það sé ekki nýtt, til að hafa sterk­ari rök fyr­ir þétt­ing­unni?“ seg­ir Sigrún. Ljós­mynd/​Aðsend

„Það voru al­veg marg­ir sem höfðu orð á því í gær að það læðist að manni sá grun­ur að þetta sé vegna þess að við höf­um verið að mót­mæla. Við erum mjög mörg búin að vera há­vær í mót­mæl­um gegn þétt­ing­unni og þetta er einn af þeim reit­um sem á að fara að byggja á. Er borg­in í þvermóðsku að láta þetta svæði fara í órækt til að sýna fram á að það sé ekki nýtt, til að hafa sterk­ari rök fyr­ir þétt­ing­unni?“ seg­ir Sigrún.

Þá bæt­ir hún við að hún sjái borg­ina ekki sleppa því að slá önn­ur skil­greind úti­svæði eins og Klambra­tún eða Hljóm­skálag­arð. „Ég skil og er al­veg sam­mála því að sum svæði megi vera þetta sem þeir kalla „vilj­andi villt“, en úti­vist­ar­svæði sem er notað af íbú­um er ekki þess hátt­ar svæði“.

Skil­greint úti­vist­ar­svæði í deili­skipu­lagi árið 2003

„Um­rætt svæði var skil­greint úti­vist­ar­svæði í deili­skipu­lags­breyt­ingu árið 2003, eft­ir mik­il mót­mæli íbúa í hverf­inu vegna þess að það átti þá að þétta gríðarlega á þessu svæði, við erum í déjà vu,“ seg­ir Sigrún. Íbúar, sem marg­ir hverj­ir búi enn þá á svæðinu, hefðu bar­ist fyr­ir þessu og borg­in í lok­in lofað upp­bygg­ingu á úti­vist­ar­svæðinu.

Upp­bygg­ing á svæðinu hefði til dæm­is átt að fela í sér upp­setn­ingu leik­tækja og skíða- og sleðabrekku, en ekk­ert hefði verið gert í 22 ár.

„Þetta var árið 2003, eft­ir bar­áttu íbúa sem upp­lifa sig auðvitað svikna núna. Þetta var fyr­ir is­land.is og allt sta­f­rænt. Þarna var gengið í hús með und­ir­skriftal­ista sem var kvittað á með penna. Þetta er ótrú­legt af­rek, þau höfðu ekki sam­fé­lags­miðla til að láta í sér heyra eins og við í dag,“ bæt­ir Sigrún við.

Hún hefði verið meðvituð um sög­una og bar­áttu íbúa en það hefði ekki hvarflað að henni að borg­in myndi ganga á bak orða sinna og taka svæðið af íbú­um.

Uppbygging á svæðinu átti til dæmis að fela í sér …
Upp­bygg­ing á svæðinu átti til dæm­is að fela í sér upp­setn­ingu leik­tækja og skíða- og sleðabrekku, en ekk­ert hef­ur verið gert í 22 ár. Ljós­mynd/​Aðsend

„Eini kost­ur­inn að gera þetta sjálf“

„Við höf­um mörg sent inn beiðnir um slátt af því að svæðið er orðið úr sér vaxið af njól­um og eng­in prýði, en við feng­um öll svarið „nei, það verður ekki slegið í sum­ar“. Krakk­arn­ir voru hætt­ir að geta leikið sér á svæðinu. Það gat eng­inn notað svæðið.“

Fenguð þið ein­hver rök?

„Nei, við feng­um eng­in rök. Það var alltaf bara sagt að svæðið væri á plani í lok sum­ars en sum­arið er tím­inn sem krakk­ar eru úti all­an dag­inn að leika sér og fólk er að æfa flugukast, golfsveifl­ur, fót­bolta og leika sér með flugdreka. Þetta svæði er mikið notað, af hunda­eig­end­um og öðrum.

En svæðið var ónot­hæft. Eft­ir þessi svör borg­ar­inn­ar var eini kost­ur­inn að gera þetta sjálf. Við leigðum lít­inn slátt­urtraktor og söfnuðumst þarna sam­an. Marg­ir vissu ekki af þessu en sáu okk­ur og hlupu út með slátt­ur­vél­arn­ar sín­ar. Það var svo dá­sam­legt að um leið og það opnaðist smá grasblett­ur þá voru krakk­arn­ir mætt­ir með bolta og fris­bídiska og léku sér inn­an um okk­ur sem vor­um að slá. Það er ástæðan fyr­ir því að við vor­um að slá, til að fá fólk út á tún.“

„Eftir þessi svör borgarinnar var eini kosturinn að gera þetta …
„Eft­ir þessi svör borg­ar­inn­ar var eini kost­ur­inn að gera þetta sjálf. Við leigðum lít­inn slátt­urtraktor og söfnuðumst þarna sam­an,“ seg­ir Sigrún. Ljós­mynd/​Aðsend

Sigrún seg­ir kvöldið hafa verið dá­sam­legt með frá­bæru fólki. Samstaðan í hverf­inu sé ótrú­leg.

„Hún er mögnuð. Sum­ir vissu ekk­ert af þessu en sáu okk­ur þarna, áttu raf­magnsvél, fundu fram­leng­ing­ar­snúru og tóku jaðrana á tún­inu á meðan bens­ín­vél­in vann í miðjunni.

Svo grilluðum við bara pyls­ur og vor­um með tónlist. Þetta var virki­lega skemmti­legt kvöld hjá okk­ur.“

„Þetta er forsendubrestur. Við kjósum að búa við grænt svæði …
„Þetta er for­sendu­brest­ur. Við kjós­um að búa við grænt svæði og ala upp börn­in okk­ar í svona um­hverfi og þetta er þarna í skipu­lagi sem úti­vist­ar­svæði.“

Hóp­mál­sókn gegn borg­inni

Spurð hvort vinna sé haf­in við að höfða mál gegn borg­inni svar­ar Sigrún:

„Já al­gjör­lega, og okk­ur er full al­vara. Það er út af þessu sem við erum að þessu. Það er út af úti­vist­ar­svæðinu og lífs­gæðunum sem við búum við. Þetta er deili­skipu­lagið sem var þegar við ákváðum að flytja þangað, ég og mín fjöl­skylda. Við skoðuðum deili­skipu­lag og þar er úti­vist­ar­svæði, það eru svo mik­il lífs­gæði.

Þetta er for­sendu­brest­ur. Við kjós­um að búa við grænt svæði og ala upp börn­in okk­ar í svona um­hverfi og þetta er þarna í skipu­lagi sem úti­vist­ar­svæði.“

Sigrún segir kvöldið hafa verið dásamlegt, tónlist hafi verið spiluð …
Sigrún seg­ir kvöldið hafa verið dá­sam­legt, tónlist hafi verið spiluð og pyls­ur grillaðar. Ljós­mynd/​Aðsend

Þingmaður birti mynd­skeið af fram­tak­inu á face­book

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins deildi mynd­skeiði frá fram­tak­i Grafar­vogs­búa á face­book og hef­ur færsl­an vakið mikla at­hygli. Yfir 1.600 manns hafa líkað við færsl­una og mynd­skeiðið hef­ur fengið yfir 134 þúsund áhorf.

„Borg­in neit­ar að slá þetta úti­vist­ar­svæði sem síðast var bar­ist fyr­ir að halda fyr­ir 20 árum.
Hér er ekki gef­ist upp. Lifi Græna Bylt­ing­in,“ skrif­ar Guðlaug­ur Þór.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert