Grunuð um að hafa notað tvö eggvopn við verknaðinn

Reykjavik Edition-hótelið.
Reykjavik Edition-hótelið. mbl.is/Ólafur Árdal

Feðgin­in sem fund­ust lát­in á Ed­iti­on-hót­el­inu í Reykja­vík þann 14. júní og kon­an sem grunuð er um að hafa banað þeim eiga að hafa sent erfðaskrár til fjöl­skyldu manns­ins við komu þeirra til Íslands.

RÚV greindi fyrst frá. 

Fjöl­skyld­an var bú­sett á Írlandi, en maður­inn er sagður vera frá Nýju-Kal­edón­íu sem er eyja und­ir yf­ir­ráðum Frakka í Kyrra­hafi. Erfðaskrárn­ar voru stílaðar á skyld­menni hans þar í landi og eru eign­irn­ar sem út­listaðar eru í erfðaskrán­um sagðar nema tæp­um millj­arði króna.

Þá er einnig talið tvö eggvopn hafi verið notuð til að fram­kvæma morðin og að þau hafi verið hluti af far­angri fólks­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert