Landsvirkjun fagnar 60 árum

Hörður Arnarson gegnir starfi forstjóra Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson gegnir starfi forstjóra Landsvirkjunar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lands­virkj­un fagnaði í gær 60 ára af­mæli sínu. Fyr­ir­tækið var stofnað árið 1965 og hef­ur á þess­um sex ára­tug­um vaxið mikið og er nú verðmæt­asta fyr­ir­tæki lands­ins. Af­mæl­is­hátíðin var nokkuð lág­stemmd að þessu sinni, enda stend­ur fyr­ir­tækið frammi fyr­ir mörg­um og krefj­andi verk­efn­um. „Til ham­ingju með orku­fyr­ir­tækið okk­ar allra!“ seg­ir í frétta­bréfi fyr­ir­tæk­is­ins.

Hörður Arn­ar­son for­stjóri Lands­virkj­un­ar seg­ir tíma­mót­in vera ánægju­leg og er stolt­ur af þróun fyr­ir­tæk­is­ins í gegn­um árin.

Á næstu dög­um er bú­ist við úr­sk­urði Hæsta­rétt­ar um virkj­un­ar­leyfi Hvamms­virkj­un­ar. Í janú­ar komst Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur að þeirri niður­stöðu að virkj­un­ar­leyfið gæti ekki staðið vegna þess að Um­hverf­is­stofn­un hefði ekki haft laga­stoð til að leyfa breyt­ingu á vatns­hloti. „Það er aldrei á vís­an að róa í svona dóms­mál­um en við telj­um að vilji lög­gjafa og stjórn­valda sé skýr. Það verður fróðlegt að sjá hver niðurstaðan verður,“ seg­ir Hörður og bæt­ir við að ef leyfi fá­ist muni fram­kvæmd­ir halda áfram á fullri ferð.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert