Landsvirkjun fagnaði í gær 60 ára afmæli sínu. Fyrirtækið var stofnað árið 1965 og hefur á þessum sex áratugum vaxið mikið og er nú verðmætasta fyrirtæki landsins. Afmælishátíðin var nokkuð lágstemmd að þessu sinni, enda stendur fyrirtækið frammi fyrir mörgum og krefjandi verkefnum. „Til hamingju með orkufyrirtækið okkar allra!“ segir í fréttabréfi fyrirtækisins.
Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir tímamótin vera ánægjuleg og er stoltur af þróun fyrirtækisins í gegnum árin.
Á næstu dögum er búist við úrskurði Hæstaréttar um virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar. Í janúar komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að virkjunarleyfið gæti ekki staðið vegna þess að Umhverfisstofnun hefði ekki haft lagastoð til að leyfa breytingu á vatnshloti. „Það er aldrei á vísan að róa í svona dómsmálum en við teljum að vilji löggjafa og stjórnvalda sé skýr. Það verður fróðlegt að sjá hver niðurstaðan verður,“ segir Hörður og bætir við að ef leyfi fáist muni framkvæmdir halda áfram á fullri ferð.
Í fréttabréfinu kemur einnig fram að geiturnar Eyrún Halla, Sína, Stjarna, Bíbí og Kóróna hafi á dögunum verið fluttar út í nafnlausan hólma í Þjórsá í eigu Landsvirkjunar ásamt kiðlingunum sínum fjórum, Vilhelm, Sokka-Lottu, Litla-Bjarti og Frosti. Geiturnar munu dvelja þar sumarlangt.
Í lokin þakkar Hörður þjóðinni fyrir mikinn stuðning í gegnum árin og segist ánægður með árangurinn hingað til.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.