Laugavegsspáin er komin í loftið

Frá vinstri: Einar Sveinbjörnsson og Sveinn Gauti Einarsson frá Bliku …
Frá vinstri: Einar Sveinbjörnsson og Sveinn Gauti Einarsson frá Bliku og Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi

Frá og með deg­in­um í dag verða veður­spár fyr­ir Lauga­veg­inn, leiðina milli Land­manna­lauga og Þórs­merk­ur, aðgengi­leg­ar á vefn­um á blika.is.

Ferðafé­lag Íslands og Veður­vakt­in, sem held­ur úti fyrr­greind­um vef, eiga sam­starf um þessa þjón­ustu. Hjá Veður­vakt­inni var þróað lík­an til spá­gerðar fyr­ir ná­kvæm­lega þetta svæði, en þarna er stuðst við hrá­gögn sem gervi­greind vinn­ur úr, reikn­ar og skrifa texta um hvernig viðri á fjöll­um næstu daga.

„Veður­spár af Lauga­veg­in­um eru mik­il­væg­ar, svo marg­ir fara þessa leið um há­lendið þar sem jafn­vel má lenda í hríð um há­sum­ar,“ seg­ir Páll Guðmunds­son fram­kvæmda­stjóri FÍ. „Á Lauga­vegs­síðu bliku verða spár veður­fræðinga. Einnig, þegar svo ber und­ir, birt­ast upp­lýs­ing­ar frá skála­vörðum um aðstæður, séu þær viðsjár­verðar.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert