Minntust Magnúsar á Alþingi

Magnús Þór Hafsteinsson.
Magnús Þór Hafsteinsson.

Þing­fund­ur á Alþingi hófst í dag á því að minnst var lát­ins fyrr­ver­andi alþing­is­manns, Magnús­ar Þórs Haf­steins­son­ar.

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, for­seti Alþing­is, hóf þing­fund­inn á því að flytja minn­ing­ar­orð um Magnús og í kjöl­farið risu þing­menn upp úr sæt­um.

Magnús Þór lést síðastliðinn mánu­dag, 30. júní, þegar strand­veiðibát­ur hans, Orm­ur­inn langi AK-64, fórst und­ir Blakkn­um við mynni Pat­reks­fjarðar.

Magnús var þingmaður Frjáls­lynda flokks­ins í Suður­kjör­dæmi á ár­un­um 2003-2007 og formaður þing­flokks lengst af þann tíma. Á Alþingi og í þjóðmá­laum­ræðunni al­mennt lét Magnús mjög til sín taka í sjáv­ar­út­vegs­mál­um, bæði í ræðu og riti.

Á síðari árum starfaði Magnús fyr­ir Flokk fólks­ins um skeið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert