Eitt af markmiðum Brúarskóla er að börn fari aftur í heimaskóla sinn að lokinni námsvist en skólinn er tímabundið úrræði fyrir börn sem eiga í alvarlegum geðrænum, hegðunar- eða félagslegum erfiðleikum. Samkvæmt úttekt ráðgjafarfyrirtækisins KPMG frá árinu 2023 nær skólinn ekki að sinna því markmiði í öllum tilfellum.
Skólinn er með fjórar starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu: í Vesturhlíð, Brúarhúsum, á Stuðlum og við Dalbraut, þar sem börn á barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) hafa hingað til sótt nám meðan þau liggja inni. Til stendur að loka starfsstöðinni við Dalbraut og munu heimaskólar barnanna annast kennsluna.
Ákvörðun borgarinnar um að loka starfsstöðinni við Dalbraut er hluti af endurskipulagningu á kennslu fyrir þann hóp sem Brúarskóli sinnir en hluti af tillögunum var unninn út frá úttekt KPMG um skólann. Helgi Grímsson, þáverandi sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs, óskaði eftir úttektinni. Við gerð úttektarinnar var m.a. rætt við starfsfólk, stjórnendur og foreldra barna við skólann. Í viðtölum við starfsfólk kom m.a. fram að húsnæði skólans við Dalbraut væri óviðunandi til kennslu en húsnæðið var upphaflega hugsað til bráðabirgða.
Ein af þeim aðgerðum sem lagðar eru til í skýrslu KPMG er að starfsstöðvar á Dalbraut og Stuðlum verði færðar undan rekstri og ábyrgð Brúarskóla en samkvæmt skýrslunni er meiri en helmingur nemenda á Stuðlum á framhaldsskólastigi en ríkið hefur ekki tekið þátt í kostnaði vegna úrræðisins. Jafnframt er lagt til að grunnskólum borgarinnar verði gert skylt að mæta börnum með hegðunarvanda með einstaklingsbundinni námskrá.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.