Tilhneiging foreldra alltaf að vernda börnin sín

Margrét Valdimarsdóttir segir lögin okkar þurfa að taka mið af …
Margrét Valdimarsdóttir segir lögin okkar þurfa að taka mið af mannlegu eðli. Ljósmynd/Aðsend

Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir af­brota­fræðing­ur seg­ir að í vel ígrunduðu máli sjái flest­ir að sterk­asta til­hneig­ing for­eldra verður alltaf að vernda börn­in sín. Þetta seg­ir hún í sam­tali við mbl.is í sam­bandi við áform dóms­málaráðherra um breyt­ing­ar á al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um sem varða tálm­un lög­reglu­rann­sókna þegar ná­inn vandamaður á í hlut.

„Það þarf að gæta þess að breyt­ing­ar á lög­um rýri ekki rétt­indi fólks af því að í nú­ver­andi lög­um felst svona ákveðin viður­kenn­ing á því að fólk hafi til­hneig­ingu til að vernda sína nán­ustu, börn, maka og for­eldra,“ seg­ir Mar­grét.

Dóms­málaráðherra seg­ir breyt­ing­ar tíma­bær­ar

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir dóms­málaráðherra seg­ir það grafal­var­legt þegar fólk tálm­ar saka­mál­a­rann­sókn, hvort sem um ná­inn ætt­ingja er að ræða eða aðra og að það sé tíma­bært að end­ur­skoða þessi mál. Hún seg­ist vænta þess að kynna frum­varp þar að lút­andi á næsta haustþingi en hún hef­ur kynnt áform þess efn­is í sam­ráðsgátt. Þetta kem­ur fram á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Ný­lega kom upp slíkt mál þar sem for­eldr­ar sex­tán ára drengs, sem varð ungri stúlku að bana á Menn­ing­arnótt, reyndu að fela sönn­un­ar­gögn með því að segja hon­um að fara í sturtu og setja föt hans í þvott. Einnig þrifu þau árás­ar­hníf­inn og komu hon­um fyr­ir í bíl.

Mar­grét seg­ir að í rétt­ar­kerf­um eig­in­lega allra landa sé ákveðin viður­kenn­ing á því að fólk eigi til dæm­is ekki að þurfa að bera vitni gegn nán­um aðstand­end­um. „Mér finnst þetta mik­il­væg vernd í lýðræðis­leg­um rétt­ar­ríkj­um.“

Stíga þurfi var­lega til jarðar

„Það sem ég myndi segja miðað við þess­ar upp­lýs­ing­ar sem fram koma í þessu áforma­skjali sem er núna í sam­ráðsgátt­inni er að það þyrfti að stíga var­lega til jarðar og gæta þess að það verði til dæm­is ekki refsi­vert að þvo föt barna sinna eða neita að svara ákveðnum spurn­ing­um lög­reglu um sína nán­ustu,“ seg­ir Mar­grét.

Hún seg­ir það al­var­legt að segja ósatt eða fela gögn og aðrar aðgerðir sem tefja eða tor­velda lög­reglu­rann­sókn vera í sjálfu sér mjög al­var­legt og að það sé mjög al­var­legt að koma í veg fyr­ir það að saka­mál séu upp­lýst og þá um leið að auka hætt­una á að rétt­vísi nái ekki fram að ganga. 

„Í því ljósi er auðvitað eðli­legt að end­ur­skoða gild­andi laga­ákvæði og at­huga hvort að skil­yrðis­laus refsi­leysi eigi alltaf við eða hvort það þurfi að gera und­an­tekn­ing­ar. Það verður þess vegna bara spenn­andi að sjá, ef það verður lagt fram frum­varp um breyt­ing­ar, hvernig það mun ná­kvæm­lega líta út.“

Ekki skuli bara byggja á ein­stök­um at­vik­um

Mar­grét seg­ir það skýrt að dóms­málaráðherra hafi sýnt mik­inn vilja til að bregðast hratt við mál­um sem koma svona upp í op­in­berri umræðu og tel­ur hún það geta verið til góðs, sér­stak­lega ef að lög­gjaf­inn gríp­ur inn í til að bæta úr­elt lög.

„Það er hins veg­ar líka mik­il­vægt að laga­setn­ing byggi á heild­stæðri grein­ingu og vönduðum rök­um en ekki ein­göngu á ein­stök­um at­vik­um sem vekja sterk viðbrögð í fjöl­miðlum því ann­ars er hætta á því að þetta verði til­finn­inga­drifið og að ein­hverju leyti po­púlí­skt.

„Þú hræðir ekki for­eldra með hót­un um slíka refs­ingu og þá þurfa lög­in okk­ar að taka mið af því hver mann­legt eðli er, og mann­legt eðli er bara að vernda sína nán­ustu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert