„Vægast sagt snúnar aðstæður“

Vitinn stendur tæpt.
Vitinn stendur tæpt. Ljósmynd/Atli Örn Sævarsson

Vega­gerðin er í óða önn að meta hvernig ljósið frá Gjög­ur­tá skuli vera í framtíðinni fyr­ir sjófar­end­ur.

„Við erum á fullu að meta, bæði þörf­ina fyr­ir hvernig ljósið þarf að vera, lengd­ina á ljós­inu út á haf og um­fangið, til að geta áttað okk­ur á því hvort við get­um fært staðsetn­ing­una á því,” seg­ir Bergþóra Krist­ins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri þjón­ustu­sviðs Vega­gerðar­inn­ar.

Hrunið hef­ur úr und­ir­stöðum vit­ans á Gjög­ur­tá, nyrst við aust­an­verðan Eyja­fjörð, og er tölu­verð hætta á að hann falli fram af klett­um og ofan í sjó­inn. Ljósið úr vit­an­um virk­ar ekki eins og það á að gera, enda hef­ur stefna þess breyst sök­um þess að vit­inn hall­ar.

Erfitt að at­hafna sig á svæðinu

Aðspurð seg­ir Bergþóra ýmsa út­reikn­inga vera í gangi. Einn mögu­leiki er að hærra mast­ur verði sett neðar í hlíðina til að passa að ljósið sé í sömu hæð og verið hef­ur. Ann­ar mögu­leiki er að ann­ar viti verði sett­ur upp á svæðinu. Ekki kem­ur til greina að færa þann sem fyr­ir er eða að hafa ekk­ert ljós á svæðinu.

„Þetta eru væg­ast sagt snún­ar aðstæður,” bæt­ir Bergþóra við og seg­ir að all­ar leiðir verði skoðaðar til að tryggja ör­yggi.

Vitinn hallar verulega.
Vit­inn hall­ar veru­lega. Ljós­mynd/​Vega­gerðin

„Það verður erfitt að at­hafna sig þarna og flókið og dýrt að koma aðföng­um og hlut­um þarna að. Við mun­um vanda okk­ur í því að skoða hvaða lausn­ir koma til greina.”

Hún seg­ir óljóst með kostnað verk­efn­is­ins.

Land­helg­is­gæsl­an hef­ur hingað til aðstoðað Vega­gerðina við að kom­ast á Gjög­ur­tá á bát­um. Ef flytja þarf bygg­ing­ar­efni eða mast­ur á þenn­an af­skekkta stað tel­ur Bergþóra lík­legt að not­ast þurfi við þyrlu.

Get­ur hrunið hvenær sem er 

Gjög­ur­táar­viti er einn af vit­um Vega­gerðar­inn­ar sem eru al­gjör­lega sjálf­virk­ir. Þeir eru raf­vædd­ir með sól­ar­orku og raf­hlöðum.

Bergþóra seg­ir vit­ann geta hrunið hvenær sem er. „Við von­um að það ger­ist ekki en við verðum að vera viðbúin hinu versta,” seg­ir hún. Þess vegna þurfi að koma upp öðru ljósi sem fyrst og er Vega­gerðin því í kappi við tím­ann.

Mik­il­vægt vara­ör­yggi

Spurð hvort hætta verði á ferðum fyr­ir sjófar­end­ur ef vit­inn hryn­ur áður en nýtt ljós hef­ur verið út­búið seg­ir hún flest skip í dag sigla eft­ir leiðsögu­tækj­um. Þau geti þó dottið út eða bilað.

„Það ger­ist al­veg og hef­ur al­veg gerst. Í dag er þetta orðið vara­ör­yggi en gríðarlega mik­il­vægt að það virki og sé til staðar,” seg­ir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert