Fátt um svör hjá félagsmálaráðuneyti

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari. mbl.is/Hákon

Fátt var um svör hjá fé­lags- og hús­næðismálaráðuneyt­inu þegar ít­rekuð var fyr­ir­spurn til ráðuneyt­is­ins um ástæður þess að ráðgjaf­ar­fyr­ir­tækið Attent­us var fengið til að gera út­tekt á embætti rík­is­sátta­semj­ara.

Seg­ir ráðuneytið í hinu síðara svari að eng­in kvört­un hafi borist ráðuneyt­inu vegna starfs­manna­mála rík­is­sátta­semj­ara, en þó hafi verið ráðist í út­tekt­ina „þar sem rík­is­sátta­semj­ari og starfs­fólk embætt­is­ins höfðu meðal ann­ars komið á fram­færi við ráðuneytið að álag væri mikið, auk þess sem fá­mennt embætti þurfti aðstoð við sín mannauðsmál“.

Ekki er svarað spurn­ingu um hvers vegna embættið hafi þurft aðstoð. Þess er þó getið að á vinnustaðnum starfi fjór­ir ein­stak­ling­ar. Auk Ástráðs Har­alds­son­ar rík­is­sátta­semj­ara starfa þrjár kon­ur á vinnustaðnum, tveir sátta­semj­ar­ar og mót­töku­stjóri.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert