Formaður borgarráðs sakar minnihlutann um lýðskrum

Við ráðhúsið í dag.
Við ráðhúsið í dag. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Líf Magneu­dótt­ir, formaður borg­ar­ráðs og odd­viti Vinstri grænna, vís­ar gagn­rýni á ákvörðun meiri­hluta borg­ar­ráðs þess efn­is að samþykkja að fáni Palestínu fái að blakta við ráðhús Reykja­vík­ur á bug. Hún sak­ar minni­hlut­ann í Reykja­vík jafn­framt um lýðskrum. 

Ákvörðunin um að fáni Palestínu yrði dreg­inn að húni við ráðhúsið var tek­in á auka­fundi borg­ar­ráðs í morg­un. Fáni Úkraínu hef­ur einnig blaktað við ráðhúsið frá upp­hafi stríðsins í Úkraínu en ís­lenski fán­inn er al­mennt ekki dreg­inn að húni við ráðhúsið. 

Líf Magneudóttir.
Líf Magneu­dótt­ir. mbl.is/​Hall­ur Már

Hafn­ar því að ákvörðunin sé tek­in í óðag­oti

Ákvörðun meiri­hlut­ans í borg­ar­ráði hef­ur verið harðlega gagn­rýnd af minni­hlut­an­um. Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Viðreisn­ar, hef­ur meðal ann­ars sagst furða sig á óðag­ot­inu sem hlaupið sé í vinstri flokk­ana og full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins segja óá­byrgt af meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar að taka af­stöðu í viðkvæm­um deil­um er­lendra ríkja.

„Við í meiri­hlut­an­um rædd­um þetta og komust að þeirri niður­stöðu að við vild­um gera þetta en þessi til­laga hef­ur legið fyr­ir borg­ar­ráði í nær tvö ár. Mér finnst þetta vera lýðskrum hjá minni­hlut­an­um, það er ekk­ert óðagot og fund­ar­sköp hafa ekk­ert verið brot­in. Þetta er allt  eft­ir bók­inni og ég bara blæs á þessa gagn­rýni,“ seg­ir Líf í sam­tali við mbl.is. 

Líf gagn­rýn­ir einnig fyrri meiri­hluta í borg­inni, sem sprakk í fe­brú­ar síðastliðnum, fyr­ir það að hafa ekki flaggað fán­an­um í stjórn­artíð sinni. 

Hef­ur ekki áhyggj­ur af ör­yggi

Áhættumat var gert í aðdrag­anda þess að ákveðið var að draga fán­ann að húni við ráðhúsið. Áhættumatið fólst meðal ann­ars í því að sögn Líf­ar að gerð ör­yggis­at­hug­un þar sem meðal ann­ars var fengið álit frá rík­is­lög­reglu­stjóra og ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu. 

Niðurstaða áhættumats­ins sem gert var vegna máls­ins sýndi fram á að nauðsyn­legt væri að grípa til mót­vægisaðgerða vegna auk­inn­ar áhættu sem fæl­ist í því að draga fán­ann að húni, þó áhætt­an væri í lægsta þrepi. Meðal ann­ars hafa verklags­regl­ur vegna hót­ana í garð borg­ar­full­trúa verið upp­færðar. 

Líf seg­ist ekki hafa áhyggj­ur af því að flögg­un fán­ans komi til með að ógna kjörn­um full­trú­um eða tölvu­kerf­um borg­ar­inn­ar. 

„Ég hef bara alls ekki áhyggj­ur af því enda finnst mér ekki áhyggju­efni að standa með fólki sem hef­ur þurft að þola hörm­ung­ar og brot á mann­rétt­ind­um sín­um. Þetta er ánægju­legt en ekki ógn­væn­legt og með þessu erum við ekki að taka stöðu gegn Ísra­el held­ur erum við bara að standa með al­menn­ingi í Palestínu,“ seg­ir Líf að lok­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert