Legsteinn lagður á leiði Sigurds í dag

Legsteinn verður lagður á leiði Sigurds Arvids Nilsens í dag.
Legsteinn verður lagður á leiði Sigurds Arvids Nilsens í dag.

Op­in­ber norsk­ur leg­steinn verður lagður í dag á leiði norska sjó­liðans Sig­urds Ar­vids Nil­sens í kirkju­g­arðinum á Flat­eyri að viðstödd­um ætt­ingj­um hans sem fengu form­lega til­kynn­ingu frá norsk­um stjórn­völd­um um af­drif Sig­urds á síðasta ári.

Sig­urd Ar­vid Nil­sen var 23 ára loft­varn­ar­skytta á norska flutn­inga­skip­inu DS Fanefjeld sem sigldi til Íslands með salt­farm í mars árið 1942. Skipið hélt frá Reykja­vík til Bíldu­dals í byrj­un apríl og losaði salt og fór þaðan 8. apríl áleiðis til Ísa­fjarðar. En þangað kom skipið aldrei og sannað þykir að þýski kaf­bát­ur­inn U-252 hafi grandað því með tund­ur­skeyti und­an Vest­fjörðum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert