Ögurstund í lífi þjóðar: samningar aldarinnar?

Haftafundur í Hörpu þegar afnámið var kynnt.
Haftafundur í Hörpu þegar afnámið var kynnt. mbl.is/Golli

Til­tekn­ir at­b­urðir móta sögu þjóða með meira af­ger­andi hætti en aðrir. Á síðari árum hef­ur flest miðast við tím­ann fyr­ir og eft­ir hrun. Upp­gjörið vegna þess stend­ur enn yfir. Hvað varðar mestu þar?

Með ákveðnum rök­um má halda því fram að þar sé það Ices­a­ve-málið svo­kallaða sem leitt var til lykta fyr­ir EFTA-dóm­stóln­um árið 2013. Önnur rök hníga að því að nefna sam­komu­lagið við kröfu­haf­ana sem náðist árið 2015 eða fyr­ir slétt­um ára­tug síðan.

Afnám Haftanna eftir Sigurð Má Jónsson er reifarakennd frásögn af …
Af­nám Haft­anna eft­ir Sig­urð Má Jóns­son er reifara­kennd frá­sögn af mikl­um at­b­urðum í sögu Íslands. Ljós­mynd/​Penn­inn

Eru þeir tengd­ir at­b­urðirn­ir?

Kannski má færa rök fyr­ir því að þess­ir tveir risa­stóru at­b­urðir séu inn­byrðis tengd­ir.

Á vett­vangi Bóka­klúbbs Spurs­mála verður fjallað um bók­ina Af­nám haft­anna: Samn­ing­ar ald­ar­inn­ar? eft­ir Sig­urð Má Jóns­son nú í júlí­mánuði.

Þar fjall­ar blaðamaður­inn um ein­mitt það sem tit­ill bók­ar­inn­ar vís­ar til. Þar voru á ferðinni aðgerðir af hálfu ís­lenskra stjórn­valda, und­ir for­ystu Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, for­sæt­is­ráðherra, sem miðuðu að því að losa um fjár­magns­höft ís­lenska hag­kerf­is­ins og end­ur­ræsa hag­kerfi sem allt frá árs­lok­um 2008 var und­ir járn­hæl op­in­berr­ar íhlut­un­ar og hafta sem komu í veg fyr­ir hag­vöxt og eðli­leg­an viðgang sam­fé­lags­ins.

Bók­in er sú fjórða í röðinni sem fjallað er um á vett­vangi Bóka­klúbbs Spurs­mála og til­efnið er það að í nýliðnum mánuði voru tíu ár liðin frá því að hinir tröllauknu samn­ing­ar náðust.

Bók­in er á sér­stöku til­boðsverði í versl­un­um Penn­ans að þessu til­efni.

Bóka­klúbb­ur Spurs­mála hef­ur hlotið fá­dæma góðar viðtök­ur en hægt er að skrá sig til leiks án end­ur­gjalds og fylgja því ýmis fríðindi. Meðal ann­ars aðgang­ur að viðburðum á vett­vangi klúbbs­ins en þeir hafa verið vel sótt­ir.

Hér er hægt að skrá sig í Bóka­klúbb Spurs­mála.

Ástæða er til þess að vekja at­hygli á viðtali við Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, en hann var gest­ur Spurs­mála um dag­inn og ræddi þessa at­b­urði þar.

Viðtalið er aðgengi­legt í spil­ar­an­um hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert