Grafalvarlegt mál en vonar að úr rætist

Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans.
Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans. Mbl.is/Arnþór Birkisson

„Val á lyfjameðferð fyr­ir sjúk­linga er ekki sjálf­virkt, það fer fram ákveðið mat í hverju til­viki fyr­ir sig,“ seg­ir Run­ólf­ur Páls­son for­stjóri Land­spít­al­ans í sam­tali við Morg­un­blaðið, spurður hvernig að því yrði staðið að hand­velja hvaða sjúk­ling­ar fengju bestu mögu­lega lyfjameðferð, ef svo færi að fjár­veit­ing til lyfja­kaupa myndi ekki duga.

Í Morg­un­blaðinu í vik­unni kom fram hjá fram­kvæmda­stjóra Frum­taka að fjár­muni skorti til að unnt yrði að tryggja aðgengi að nýj­um lyfj­um, en skv. minn­is­blaði frá spít­al­an­um vant­ar þar tæp­an 2,1 millj­arð upp á m.v. fjár­veit­ingu þessa árs.

Run­ólf­ur seg­ir að þar hafi viðkom­andi trú­lega átt við að hugs­an­lega þyrfti að synja fólki um meðferð sem það ætti alla jafna að eiga kost á, þar sem ekki væru til fjár­mun­ir fyr­ir henni.

„Sú staða gæti hugs­an­lega skap­ast og það er grafal­var­legt mál ef það ger­ist en við erum ekki far­in að sjá það enn. Von­andi ræt­ist úr þessu,“ seg­ir Run­ólf­ur. 

Nán­ar má lesa um málið á bls. 4 í Morg­un­blaðinu og í Mogga-app­inu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert