Hætta ekki fyrr en lágvöruverðsverslun opnar í bænum

Eggert Valur Guðmundsson hvetur rekstraraðilia lágvöruverðsverslana að hefja starfsemi á …
Eggert Valur Guðmundsson hvetur rekstraraðilia lágvöruverðsverslana að hefja starfsemi á Hellu. Samsett mynd/Sigurður Bogi/Ragnar Axelsson

Eggert Val­ur Guðmunds­son, odd­viti sveit­ar­stjórn­ar Rangárþings Ytra, seg­ir bæ­inn ekki ætla að hætta fyrr en að lág­vöru­verðsversl­un verði komið fyr­ir í bæn­um. „Þetta er bara mesta hags­muna­mál íbúa Hellu eins og staðan er í dag,“ seg­ir Eggert í sam­tali við mbl.is.

Vildu vera einu skrefi á und­an

„Við erum á und­an­förn­um mánuðum búin að vera í sam­tali við aðila og höf­um verið mjög áfram um það að fá lág­vöru­versl­un á staðinn og ákváðum að fara í skipu­lags­vinnu og skipu­leggja lóð und­ir slíka versl­un svo við þyrft­um ekki að fara í allt skipu­lags­ferlið þegar okk­ur tekst að fá ein­hvern til að opna svona versl­un á staðnum, við vild­um bara vera einu skrefi á und­an.“

Svohljóðandi til­laga var samþykkt á fundi byggðarráðs Rangárþings Ytra þann 25. júní að frum­kvæði Á-list­ans

Bíða eft­ir því hver bíti fyrst á öng­ul­inn

Eggert seg­ir skipu­lags­nefnd­ina búna að taka málið fyr­ir og að tveir til þrír staðir komi til greina, þetta verði svo unnið núna þannig að þegar ein­verj­ir eru til­bún­ir að opna versl­un verði þetta klárt.

Hann seg­ir þau einnig sann­færð um að það sé rekstr­ar­grund­völl­ur fyr­ir slíkri versl­un í bæn­um og hvet­ur þá aðila sem reka þess­ar versl­an­ir að skoða þenn­an mögu­leika mjög vel og þau bíði eft­ir því hver verði sá fyrsti til að bíta á öng­ul­inn.

Sam­keppnis­eft­ir­litið leiðrétti á dög­un­um mis­skiln­ing sem hljóðaði svo að fyr­ir­tækið Festi, sem rek­ur versl­an­ir und­ir nafni Krón­unn­ar, megi ekki opna versl­un á Hellu á meðan í gildi er samn­ing­ur Fest­is við Sam­keppnis­eft­ir­litið varðandi samruna N1 og Fest­is sem átti sér stað 2018.

Ekk­ert í þeirri sátt kem­ur í veg fyr­ir að Festi megi opna lág­vöru­verðsversl­un á Hellu. Festi skuld­batt sig ein­ung­is til þess að kaupa ekki eða leigja sama hús­næði í tíu ár frá sölu á versl­un Kjar­vals sem átti sér stað í kjöl­far samruna N1 og Krón­unn­ar. Fest­ir get­ur því opnað lág­vöru­versl­un í hvaða öðru hent­ugu hús­næði á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert