Tugir þúsunda gætu átt von á skattahækkun

Guðrún og Kristrún tókust á um frumvarp innviðaráðherra.
Guðrún og Kristrún tókust á um frumvarp innviðaráðherra. Samsett mynd/mbl.is/Óttar/Karítas

Yfir 80 þúsund manns um land allt eiga í hættu á greiða hærra út­svar ef frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar um jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga verður að veru­leika, að sögn for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins. For­sæt­is­ráðherra hafn­ar því að rík­is­stjórn­in sé að hækka skatta, held­ur sé það und­ir sveit­ar­fé­lög­um komið hvernig þau bregðist við breyt­ing­un­um verði þær að veru­leika. 

Þetta kom fram í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um á Alþingi þar sem Guðrún Haf­steins­dótt­ir, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, og Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra tók­ust á.

Guðrún sagði þetta ekki sam­ræm­ast lof­orðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að ætla ekki að hækka skatta á al­menn­ing.

Jöfn­un­ar­sjóði breytt í refsi­tæki

Frum­varp Eyj­ólfs Ármanns­son­ar innviðaráðherra geng­ur út á það að ef sveit­ar­fé­lag er ekki með út­svars­pró­sent­una í há­marki en þigg­ur fram­lög úr jöfn­un­ar­sjóði þá verði sveit­ar­fé­lagið að hækka út­svarið, ella verði fram­lög skert.

„Með því að þvinga sveit­ar­fé­lög til að leggja á há­marks­út­svar eða sæta skerðing­um á fram­lög­um til grunnþjón­ustu er verið að breyta jöfn­un­ar­sjóði í refsi­tæki fyr­ir ábyrg fjár­mál. Áhrif­in eru víðtæk, um 80.000 manns um allt land eiga á hættu að borga hærra út­svar, ein­fald­lega vegna þess að sveit­ar­fé­lög­in þeirra reyndu að halda í horf­inu og skilji eft­ir meira í vös­um íbú­anna,“ sagði Guðrún.

„Ekki skatta­hækk­un í boði rík­is­stjórn­ar­inn­ar“

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra svaraði Guðrúnu og sagði að þetta væri ekki skatta­hækk­un „nema sveit­ar­fé­lög­in taki ákvörðun um að hækka sitt út­svar“.

Hún sagði að það væri ein­fald­lega verið að breyta út­hlut­un­ar­regl­um, sem væri ekk­ert nýtt af nál­inni.

„Þetta er ekki skatta­hækk­un í boði rík­is­stjórn­ar­inn­ar nema það sé ákvörðun hjá þess­um sveit­ar­fé­lög­um að bregðast við með þeim hætti að hækka sitt út­svar,“ sagði Kristrún.

Verið að senda hættu­leg skila­boð

Guðrún sagði frum­varpið ekki vera neitt nema refs­ingu sem muni leiða til skatta­hækk­ana út um allt land, í boði rík­is­stjórn­ar sem hafi und­ir­ritað stjórn­arsátt­mála þar sem tekið hafi verið fram að ekki ætti að hækka skatta á al­menn­ing.

„Auk þess er hér verið að senda mjög hættu­leg skila­boð um að sveit­ar­fé­lög sem sýni ráðdeild og ábyrgð eigi von á skerðing­um,“ sagði Guðrún.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert