Tveir handteknir í Reykjavík og Kópavogi í gær

Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðunum í gær.
Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðunum í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir voru hand­tekn­ir í aðgerðum lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu og sér­sveit­ar rík­is­lög­reglu­stjóra í Laug­ar­daln­um í Reykja­vík og í Kópa­vogi í gær.

Hand­tök­urn­ar tengj­ast rann­sókn lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra á máli sem snýr að skipu­lagðri brot­a­starf­semi, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Norður­landi eystra.

Fyrstu aðgerðirn­ar í mál­inu voru 18. júní og síðan þá er búið að fara í hús­leit­ir á þrem­ur stöðum.

„Í gær fór lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt sér­sveit Rík­is­lög­reglu­stjóra í hús­leit­ir á tveim­ur stöðum. Ann­ars veg­ar í Laug­ar­daln­um í Reykja­vík eins og fram hef­ur komið í frétt­um og hins veg­ar í Kópa­vogi. Aðgerðirn­ar voru fram­kvæmd­ar sem liður í rann­sókn lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra og að und­an­gengn­um úr­sk­urðum frá Héraðsdómi Norður­lands eystra,” seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Fimm í gæslu­v­arðhaldi

Þar seg­ir jafn­framt að fimm ein­stak­ling­ar séu í gæslu­v­arðhaldi vegna máls­ins. Í dag verður metið hvort farið verður fram á gæslu­v­arðhald yfir þeim sjötta. Með þess­um aðgerðum hef­ur lög­regl­an fram­kvæmt sex hús­leit­ir víðs veg­ar á land­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert