Eyþór hættir sem framkvæmdastjóri Hopp

Eyþór Máni mun láta af störfum sem framkvæmdastjóri en halda …
Eyþór Máni mun láta af störfum sem framkvæmdastjóri en halda áfram að starfa hjá fyrirtækinu. mbl.is/Arnþór

Eyþór Máni Stein­ars­son, einn af eig­end­um Hopp, greindi frá því í gær að hann muni láta af störf­um sem fram­kvæmda­stjóri Hopp.

„Það hef­ur verið minn heiður og for­rétt­indi að fylgja eft­ir æv­in­týra­leg­um vexti Hopp með ein­stak­lega framúrsk­ar­andi teymi síðastliðin sex ár (þó ég eigi erfitt með að trúa að þau séu það mörg),“ skrif­ar Eyþór í ný­legri face­book-færslu.

Hann tek­ur fram að leit sé þegar haf­in að nýj­um fram­kvæmda­stjóra. 

„Mun halda áfram að drífa áfram vaxta­verki í fé­lag­inu“

Í færsl­unni seg­ir Eyþór fyr­ir­tækið hafa vaxið mikið frá því það hóf störf árið 2019, þá með 60 hlaupa­hjól í Reykja­vík. Í dag sinni það yfir 10.000 hlaupa­hjól­um, 50 deili­bíl­um og 140 leigu­bíl­stjór­um í 75 bæj­um í 17 lönd­um.

Það hef­ur af­greitt tæp­lega 15 millj­ón­ir ferða til rúm­lega millj­ón not­enda. Heild­ar­vega­lengd ferðanna er um 26 millj­ón­ir kíló­metra, „eða 33 ferðir til tungls­ins og til baka“.

Þá seg­ir hann Hopp hafa verið fyr­ir­ferðamesta verk­efni sem hann hef­ur tekið sér fyr­ir hend­ur og ein­stak­lega gef­andi. Hann hvet­ur þá sem trúa á heil­brigðari sam­gönguflóru, búa yfir drif­krafti og vilja vinna með hon­um og ótrú­legu teymi „sem get­ur hrint nán­ast hverju sem er í fram­kvæmd“ til að sækja um starf fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins.

„Sjálf­ur er ég ekki að fara langt, en mun halda áfram að drífa áfram vaxta­verki í fé­lag­inu, að þessu sinni með auk­inni áherslu á deili­bíla og leigu­bíla, stay tuned.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert