Framtíð óperulistar tryggð

Með samþykkt frumvarpsins er óperunni tryggð sambærileg staða og öðrum …
Með samþykkt frumvarpsins er óperunni tryggð sambærileg staða og öðrum sviðslistum og verður hún kjarnastofnun í óperulist á sama hátt og Þjóðleikhúsið í leiklist og Íslenski dansflokkurinn í danslist. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Frum­varp Loga Ein­ars­son­ar, menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skólaráðherra, um stofn­un óperu var samþykkt á Alþingi í dag. Með samþykkt þess er óper­unni tryggð sam­bæri­leg staða og öðrum sviðslist­um og verður hún kjarna­stofn­un í óperu­list á sama hátt og Þjóðleik­húsið í leik­list og Íslenski dans­flokk­ur­inn í danslist.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu Stjórn­ar­ráðsins.

Mark­mið frum­varps­ins er að tryggja sam­felld­an og stöðugan grund­völl fyr­ir óperu­list og efla hana sem grunnstoð í ís­lensku menn­ing­ar­lífi. Lögð er áhersla á sam­nýt­ingu fag- og stoðdeilda Þjóðleik­húss­ins og náið sam­starf við aðrar sviðslista­stofn­an­ir. Það efli óperu­list­ina ásamt því að ná fram hagræðingu í rekstri og ein­föld­un í stjórn­sýslu.

Lagt áherslu á aðgengi

Jafn­framt er lögð áhersla á að óper­an verði aðgengi­leg al­menn­ingi óháð bú­setu og efna­hag og að verk­efna­val verði fjöl­breytt. Stefnt verður að ný­sköp­un og framþróun í óperu­list ásamt því að fela óper­unni lög­bundið fræðslu- og kynn­ing­ar­hlut­verk.

Loks býr frum­varpið söngvur­um og öðru sviðslista­fólki traust­an starfs­grund­völl hér á landi, að því er kem­ur fram í til­kynn­ing­unni.

„Mark­ar einnig fyrsta skrefið í stærra ferli“

„Dag­ur­inn í dag mark­ar mik­il­væg tíma­mót í ís­lensku menn­ing­ar­lífi. Óper­unni hef­ur loks­ins verið tryggður sinn rétt­mæti sess í lista­flóru lands­manna og það er afar ánægju­legt. Ég vil nýta tæki­færið og þakka þeim fjöl­mörgu sem hafa lagt hönd á plóg: for­vera mín­um í starfi, alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd, und­ir­bún­ings­nefnd­inni, Banda­lagi ís­lenskra lista­manna, Þjóðleik­hús­ráði og for­stöðumönn­um Hörpu og Þjóðleik­húss­ins.

Á sama tíma fagna ég því að sam­hent rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins hafi náð að hrinda þessu mik­il­væga máli í fram­kvæmd – og þannig loks­ins tryggt óper­unni stöðugt, fag­legt og fyr­ir­sjá­an­legt um­hverfi,” er haft eft­ir Loga Ein­ars­syni í til­kynn­ing­unni.

„Samþykkt dags­ins mark­ar einnig fyrsta skrefið í stærra ferli: að móta framtíðarfyr­ir­komu­lag sviðslista­stofn­ana á Íslandi. Þar er horft til sam­eig­in­legr­ar yf­ir­stjórn­ar fyr­ir starf­semi Þjóðleik­húss, óperu og Íslenska dans­flokks­ins. Sú vinna mun að sjálf­sögðu fara fram í góðu sam­ráði við þessa aðila og býður upp á spenn­andi mögu­leika.”

Óperan verður rekin sem hluti af Þjóðleikhúsinu en mun hafa …
Óper­an verður rek­in sem hluti af Þjóðleik­hús­inu en mun hafa aðalaðset­ur í Hörpu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Mun hafa aðset­ur í Hörpu 

Óper­an verður rek­in sem hluti af Þjóðleik­hús­inu en mun hafa aðalaðset­ur í Hörpu. Óper­an nýt­ur þannig stuðnings allr­ar stoðstarf­semi Þjóðleik­húss­ins, bæði innviða og þeirr­ar þekk­ing­ar sem þar er á ýms­um sviðum og deild­um; svo sem rekstr­ar­sviði, leik­muna­deild, ljósa­deild, hljóðdeild, bún­inga­deild og leik­gerv­adeild. Stofn­un óper­unn­ar inn­an Þjóðleik­húss­ins trygg­ir þannig í öll­um meg­inþátt­um að óper­an verði sterk­ari en ef hún væri sjálf­stæð rík­is­stofn­un, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Í skýrslu rík­is­end­ur­skoðanda til Alþing­is frá des­em­ber 2021, um stofn­an­ir rík­is­ins, fjölda, stærð og stærðar­hag­kvæmni, var sér­stak­lega bent á tæki­færi í þessu skyni hjá menn­ing­ar­stofn­un­um á sviði sviðslista.

Ráðherra skip­ar óperu­stjóra til fimm ára í senn að feng­inni til­lögu hæfn­is­nefnd­ar. Óperu­stjóri er list­rænn stjórn­andi óper­unn­ar og ber ábyrgð á rekstri henn­ar og fjár­hag. Hann ákveður starfs­fólk henn­ar, þ.m.t. tón­list­ar­stjóra og fram­leiðslu­stjóra óperu­verk­efna, auk söngv­ara og kórs, og skipu­legg­ur störf þess. Þá vel­ur hann list­rænt teymi fyr­ir all­ar upp­færsl­ur óper­unn­ar, stýr­ir list­rænni stefnu og verk­efna­vali. Óperu­stjóra er jafn­framt heim­ilt að hafa li­stráð sér til ráðgjaf­ar.

Óper­an verði fyr­ir alla

Stefnt verður að því að óper­an sýni víða, m.a. í Þjóðleik­hús­inu, í Hofi á Ak­ur­eyri og í Hörpu. Mik­il áhersla verður lögð á sam­fé­lags­lega teng­ingu óper­unn­ar.

Í því sam­hengi verður sér­stak­lega leitað leiða til að auðvelda hóp­um sem ekki njóta góðs aðgeng­is að starf­semi óper­unn­ar hlut­deild í henni, m.a. með sér­kjör­um á aðgöngumiðum og/​eða öðrum leiðum.

Enn frem­ur verður leitað sam­starfs við hópa og aðila sem sinna tón­list­ar- og sviðslist­a­starfi á lands­byggðinni til að virkja og styrkja það kröft­uga starf sem þar fer þegar fram. Gengið verður út frá því að landið allt sé eitt at­vinnusvæði og sóst eft­ir reglu­legu sam­starfi við kóra, hljóm­sveit­ir og hátíðir í öll­um lands­fjórðung­um sem og nýt­ingu á þeim sýn­ing­ar­rým­um sem þar eru til staðar.

Samþætt­ing og sköp­un

Með til­komu óper­unn­ar opn­ast nýir mögu­leik­ar í samþætt­ingu list­greina, skap­andi frum­kvöðla­starfi og end­ur­nýj­un list­forms­ins.

Auk þess mun óper­an skapa starfs­vett­vang fyr­ir söngv­ara, hljóðfæra­leik­ara, tón­skáld, texta­höf­unda, hönnuði og leik­stjóra, auka fjöl­breytni í menn­ing­ar­starf­semi hér á landi og stuðla að varðveislu og miðlun ís­lensks menn­ing­ar­arfs og ís­lenskr­ar tungu í list­sköp­un.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að gera megi ráð fyr­ir að blóm­leg óperu­list á Íslandi hafi já­kvæðar af­leidd­ar af­leiðing­ar, svo sem fyr­ir ferðaþjón­ustu og aðra at­vinnu­starf­semi, í þágu þeirra mark­miða sem fram koma í stefnu stjórn­valda um mála­flokk­inn.

Stefnt verður að því að óperan sýni víða, m.a. í …
Stefnt verður að því að óper­an sýni víða, m.a. í Þjóðleik­hús­inu, í Hofi á Ak­ur­eyri og í Hörpu. Mik­il áhersla verður lögð á sam­fé­lags­lega teng­ingu óper­unn­ar, með skír­skot­un til áherslu rík­is­stjórn­ar­inn­ar á að auka aðgengi lands­manna að menn­ing­ar­lífi óháð efna­hag og bú­setu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert