Gefum okkur tíma til að ferðast saman

Gera má ráð fyrir þungri umferð um helgina.
Gera má ráð fyrir þungri umferð um helgina. Mbl..is/Árni Sæberg

​Helg­in sem geng­in er í garð hef­ur lengi verið önn­ur stærsta um­ferðar­helgi árs­ins á Íslandi, á eft­ir versl­un­ar­manna­helg­inni, enda þótt eng­inn aukafrí­dag­ur fylgi henni. Nú eru á hinn bóg­inn marg­ir komn­ir í sum­ar­frí úr vinnu og laus­ari við en ella, auk þess sem skól­ar eru bún­ir í bili.

„Fyr­ir vikið eru fleiri á ferðinni til að elta sól­ina og reyna að ná þessu góða sumri á Íslandi. Það kall­ar á aukna ár­vekni og varúð,“ seg­ir Þórður Boga­son öku­kenn­ari sem lengi hef­ur látið sig um­ferðarör­yggi varða en hann starfar einnig sem slökkviliðs- og sjúkra­flutn­ingamaður, auk þess að vera í björg­un­ar­sveit. „Því lengra sem við för­um þeim mun bet­ur þurf­um við að und­ir­búa og skipu­leggja okk­ur enda skerðist at­hygl­in eft­ir því sem akst­ur­inn er lengri. Að mörgu er að hyggja.“

 – Hvað ber helst að var­ast um um­ferðar­helgi sem þessa?

„Við þurf­um fyrst og fremst að hafa í huga að fleiri bíl­ar eru á þjóðveg­in­um, ekki síst í kring­um þá staði sem þykja áhuga­verðir. Einnig er mik­il­vægt að taka til­lit til þess að fjöldi er­lendra ferðamanna er á veg­un­um og eðli máls­ins sam­kvæmt þekkja þeir leiðirn­ar ekki eins vel og við sem hér búum. Þeir geta því átt til að stöðva bíl­inn skyndi­lega til að beygja. Ann­ars á bara sama við um þessa helgi og aðra daga: við skul­um virða há­marks­hraða, sem er 90 á veg­um úti, sýn­um til­lits­semi, ver­um þol­in­móð og gef­um okk­ur tíma til að ferðast sam­an um landið.“

Þórður Bogason ökukennari með meiru.
Þórður Boga­son öku­kenn­ari með meiru.

Þórður hvet­ur fólk m.a. til að rifja upp um­ferðarregl­ur í jarðgöng­um sem er að finna víða um landið. Sjá mynd­band hér: htt­ps://​youtu.be/-​VqdQHqOkVE?si=je0ZU­odxT­g9vpq71 

 – Hvernig er ástand vega um þess­ar mund­ir? Betra eða verra en verið hef­ur und­an­far­in ár?

„Það er svipað og áður, myndi ég segja. Veg­irn­ir okk­ar eru sæmi­leg­ir. Þeir eru hannaðir miðað við ákveðinn hraða og mik­il­vægt er að virða það. Dæm­in sanna því miður að illa get­ur farið ef of hratt er farið.“

Nán­ar er rætt við Þórð í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert