Langt á milli í sumum málum en þó bjartsýn

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eyþór

Viðræður þing­flokks­formanna um sam­komu­lag um þinglok ganga ágæt­lega og þing­flokks­for­menn skipt­ast þar á til­lög­um og sjón­ar­miðum. Enn er þó langt á milli í sum­um mál­um.

Þetta seg­ir Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is.

Hún seg­ist ekki geta tjáð sig um kröf­ur þing­flokks­formann­anna en seg­ir að það séu nokk­ur mál sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi áhyggj­ur af.

„Sér í lagi mál varðandi hvernig var að þeim staðið í þing­legri meðferð og að það liggi ekki fyr­ir nægi­leg­ar upp­lýs­ing­ar um áhrif þeirra og svo fram­veg­is sem við höf­um lagt áherslu á að séu illa tæk til af­greiðslu í þingsal,“ seg­ir Hild­ur.

Bjart­sýn á að lend­ing ná­ist

Hún seg­ist bjart­sýn á að lend­ing ná­ist í mál­inu en seg­ir erfitt að segja til um hvenær það verður.

„Það er enn langt á milli í ein­staka atriðum en all­ir hafa vilja til þess að klára þetta og við vit­um öll að það er krafa á okk­ur í því að finna mála­miðlun. Það hef­ur alltaf verið niðurstaðan í þingloka­samn­ing­um und­an­farna ára­tugi og það ætti ekki að vera breyt­ing á þetta árið, þrátt fyr­ir það að rík­is­stjórn­in hafi verið metnaðarfull og hafi komið með mörg stór mál seint inn í þingið sem hafi búið til vanda­mál,“ seg­ir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert