Stunguárás í miðbænum

Árásin átti sér stað í Fógetagarðinum.
Árásin átti sér stað í Fógetagarðinum. mbl.is/sisi

Lög­regl­an og sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra voru með viðbragð í miðbæ Reykja­vík­ur við Aðalstræti á fjórða tím­an­um í dag vegna stungu­árás­ar. Einn var flutt­ur á bráðamót­töku.

Þetta seg­ir upp­lýs­inga­full­trúi lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu í sam­tali við mbl.is.

Sam­kvæmt upp­lýs­inga­full­trú­an­um hlaut viðkom­andi ekki al­var­lega áverka af árás­inni.

Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins seg­ir í sam­tali við mbl.is að sjúkra­bíll hafi verið send­ur á vett­vang, en gat ekki greint nán­ar frá af hverju.

Helena Rós Sturlu­dótt­ir, sam­skipta­stjóri rík­is­lög­reglu­stjóra, seg­ir í sam­tali við mbl.is að sér­sveit­in hefði verið til aðstoðar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu í miðbæn­um.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert