Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra voru með viðbragð í miðbæ Reykjavíkur við Aðalstræti á fjórða tímanum í dag vegna stunguárásar. Einn var fluttur á bráðamóttöku.
Þetta segir upplýsingafulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is.
Samkvæmt upplýsingafulltrúanum hlaut viðkomandi ekki alvarlega áverka af árásinni.
Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við mbl.is að sjúkrabíll hafi verið sendur á vettvang, en gat ekki greint nánar frá af hverju.
Helena Rós Sturludóttir, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, segir í samtali við mbl.is að sérsveitin hefði verið til aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í miðbænum.
Fréttin hefur verið uppfærð.