Dansarar úr Reykjanesbæ heimsmeistarar

Mikil gleði með gullverðlaunin í Showstopper dansi.
Mikil gleði með gullverðlaunin í Showstopper dansi. Ljósmynd/Aðsend

Danskomp­aní frá Reykja­nes­bæ tryggð sér heims­meist­ara­titil í dansi á dög­un­um. Um var að ræða dans­hóp sem kepp­ir í svo­kölluðum „show­stopp­er“-dansi. Raun­ar hef­ur Danskomp­aní sópað að sér verðlaun­um á mót­inu en þau unnu silf­ur­verðlaun í „comm­ercial“-dansi í gær og bronsverðlaun í „song and dance“, eða söngva- og dans­flokki, í dag. Í þeim flokki er bæði sungið og dansað á sviði.

Helga Ásta Ólafs­dótt­ir, skóla­stjóri Danskomp­aní, var á miðju móti þegar blaðamaður mbl.is náði tali af henni og var hún að bíða eft­ir því að nem­andi henn­ar stigi á svið.

„Við erum ein­mitt með atriði núna að fara á svið bara eft­ir 5-10 mín­út­ur í song and dance flokki og sá nem­andi vann dóm­ara­verðlaun í for­keppn­inni heima og skóla­styrk er­lend­is þannig að það verður gam­an að sjá hvernig hann plummar sig,“ seg­ir hún.

Á mót­inu er keppt í helstu teg­und­um list­d­ans­ins og er til að mynda keppt í jazzball­et, „show­stopp­er“-dansi, „street­d­ans“, „song and dance“, „comm­ercial“ og „lyrical“.

Stórt mót

Um 120.000 dans­ar­ar taka þátt í for­keppn­um út um all­an heim og á heims­meist­ara­mót­inu sem nú stend­ur yfir taka um 8.000 dans­ar­ar þátt í Borgos á Spáni.

Frá Danskomp­aní eru 56 dans­ar­ar að taka þátt á mót­inu og sagðist Helga halda að ís­lensku dans­ar­arn­ir væru í heild um 150-200 tals­ins.

Um er að ræða tíu daga keppni og ein­ung­is þrír eru liðnir.

„Við erum með á bil­inu 3-5 atriði á dag,“ seg­ir Helga. „Það er brjálað að gera en það er svo gam­an,“ seg­ir hún.

Lítið farið fyr­ir þess­ari teg­und af dansi

Hún seg­ir stemn­ing­una á keppn­inni vera góða. „Þetta er bara fjör og stemn­ing og ótrú­lega skemmti­legt og fal­legt að fá að taka þátt í,“ seg­ir hún.

Danskomp­aní hef­ur tekið þátt frá ár­inu 2019 og hef­ur unnið 21 heims­meist­ara­titil frá ár­inu 2022.

Helga seg­ir það miður hversu lítið hef­ur farið fyr­ir þess­ari teg­und af dansi. „Af því að við Ísland stönd­um svo sterk í þess­ari keppni að þá er svo sorg­legt að við fáum ekki meiri um­fjöll­un,“ seg­ir Helga.

Íslenski hópurinn eftir að hafa unnið til verðlauna.
Íslenski hóp­ur­inn eft­ir að hafa unnið til verðlauna. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert