Enginn í haldi vegna stunguárásar

Árásin átti sér stað í Fógetagarðinum.
Árásin átti sér stað í Fógetagarðinum. mbl.is/sisi

Eng­inn hef­ur verið hand­tek­inn vegna stungu­árás­ar­inn­ar sem átti sér stað í miðborg Reykja­vík­ur í gær.

Málið er nú til rann­sókn­ar hjá lög­reglu­stöð 1, að sögn Árna Friðleifs­son­ar aðal­varðstjóra, í sam­tali við mbl.is.

Fórn­ar­lamb árás­ar­inn­ar er á bata­vegi eft­ir að saumað var fyr­ir sárið og seg­ir Árni stung­una hafa verið minni hátt­ar miðað við aðstæður.

Óljóst hvort að lýst verði eft­ir mönn­un­um

Ekki ligg­ur fyr­ir hvort lýst verði op­in­ber­lega eft­ir þeim sem grunaðir eru um verknaðinn, en Árni seg­ir málið vera í hönd­um rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar.

Greint var frá því í gær að lög­regla, ásamt sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra, hefði verið með mik­inn viðbúnað í miðborg­inni vegna árás­ar­inn­ar. Þrír menn veitt­ust að ein­um manni og stungu hann í aft­an­vert lærið.

Leit stend­ur enn yfir að árás­ar­mönn­un­um þrem­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert