Slagsmál í miðbænum: Barði í lögreglubifreið

Lögregla hafði afskipti af manni sem seinna kom í ljós …
Lögregla hafði afskipti af manni sem seinna kom í ljós að væri í ólöglegri dvöl. Á honum fannst síðan mikið magn fíkniefna. Var hann handtekinn og vistaður í klefa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­reglu var til­kynnt um slags­mál tveggja manna fyr­ir utan skemmti­stað í miðborg­inni í nótt. Lög­regla ræddi við báða menn­ina í sitt hvoru lagi en ann­ar varð æst­ur í viðræðum við lög­reglu og endaði á að berja í lög­reglu­bif­reið á vett­vangi.

Þetta seg­ir í dag­bók lög­reglu.

Maður­inn hafi verið veru­lega ölvaður og með of­beld­istil­b­urði og því hand­tek­inn og vistaður í klefa.

Lög­reglu var einnig til­kynnt um að æst kona hefði verið að slást við dyra­verði á skemmti­stað í miðborg­inni.

Grun­sam­leg­ar er­inda­gjörðir inni á vinnusvæði

Á tíma­bil­inu frá því klukk­an 17.00 í gær til klukk­an 05.00 í morg­un komu 80 mál á borð lög­reglu og voru tveir vistaðir í klefa. Nokkr­ir öku­menn voru stöðvaðir ölvaðir eða und­ir áhrif­um fíkni­efna í um­ferðinni. Nokkuð var um ágrein­ing milli maka sem og sam­kvæm­is­há­vaða.

Í Reykja­vík var til­kynnt um slys þar sem ung­menni féll niður nokkra hæð og var með af­lög­un á hendi eft­ir fallið.

Á lög­reglu­stöð 2, sem sinn­ir verk­efn­um í Hafnar­f­irði og Garðabæ, var lög­reglu til­kynnt um hóp pilta í grun­sam­leg­um er­inda­gjörðum inni á vinnusvæði að eiga við vinnu­vél­ar. Hóp­ur­inn var þó far­inn af vett­vangi áður en lög­regla kom.

Meira en til í að vera kærður fyr­ir at­vikið

Lög­reglu­stöð 2 var einnig til­kynnt um að tveir menn hefðu farið úr leigu­bíl án þess að borga bíl­stjór­an­um fyr­ir að aka þeim nokkuð langa vega­lengd. Leiðbeindi lög­regla bíl­stjór­an­um þá varðandi kæru­ferli.

Á Lög­reglu­stöð 3, sem sinn­ir verk­efn­um í Kópa­vogi og Breiðholti, var til­kynnt um svipað at­vik en þá neitaði maður að borga leigu­bíl­stjóra fyr­ir far.

Sá var í sam­skipt­um sín­um við lög­reglu meira en til í að vera kærður fyr­ir at­vikið og var leigu­bíl­stjór­an­um leiðbeint með kæru­ferli.

Tveir ung­ir dreng­ir grunaðir um íkveikju

Á lög­reglu­stöð 4, sem sér um verk­efni í Árbæ, Norðlinga­holti, Grafar­holti, Úlfarsár­dal, Grafar­vogi, Mos­fells­bæ, Kjós­ar­hreppi og Kjal­ar­nesi, var til­kynnt um bruna í pappa í garði.

Búið var að slökkva eld­inn áður en lög­regla kom en tveir ung­ir dreng­ir eru grunaðir um íkveikju.

Þá voru af­skipti höfð af manni sem seinna kom í ljós að var í ólög­legri dvöl. Á hon­um fannst síðan mikið magn fíkni­efna. Var hann hand­tek­inn og vistaður í klefa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert